Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Fyrirspurn - Pappírsgámur við Ketilás í Fljótum
Málsnúmer 1407019Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn áætlun um kostnað vegna pappírsgáms við Ketilás í Fljótum. Kostnaður er áætlaður um 100.000 á mánuði. Nefndin leggur til að taka málið til skoðunar fyrir fjárhagsáætlunargerð ársins 2015.
2.Skarðsmóar - Urðunarstaður lokunaráætlun.
Málsnúmer 1209039Vakta málsnúmer
Umhverfisstofnun hefur gefið út endanleg fyrirmæli um frágang og vöktun vegna gömlu sorphaugana á Skarðsmóum. Samkvæmt fyrirmælunum skal Sveitarfélagið sjá um vöktun á svæðinu. Vöktunin felst aðallega í sýnatökum á yfirborðsvatni og grunnvatni við urðunarstaðinn. Í fyrirmælunum kemur fram að frágangi svæðisins eigi að vera lokið fyrir árslok 2015. Starfsleyfi urðunarstaðarins er enn í gildi en stefnt er að því að skila því inn til Umhverfisstofnunnar innan skamms.
3.Flokkun á sorpi í dreifbýli?
Málsnúmer 1405040Vakta málsnúmer
Farið var af stað í tilraunaverkefni með flokkun á sorpi í Hegranesi í byrjun ágúst.
Nú er búið að hirða sorp í Hegranesi þrisvar sinnum og hefur árangurinn verið þokkalegur, um 150kg af endurvinnanlegu sorpi og 550kg af rusli hefur verið safnað í hverri ferð. Það er ljóst að hægt er að lengja bil milli sorphirðu ferða upp 3 vikur yfir vetrarmánuðina. Flokkun í Hegranesi verður haldið áfram út október og árangur og kostnaður metinn eftir að verkefninu lýkur.
Nú er búið að hirða sorp í Hegranesi þrisvar sinnum og hefur árangurinn verið þokkalegur, um 150kg af endurvinnanlegu sorpi og 550kg af rusli hefur verið safnað í hverri ferð. Það er ljóst að hægt er að lengja bil milli sorphirðu ferða upp 3 vikur yfir vetrarmánuðina. Flokkun í Hegranesi verður haldið áfram út október og árangur og kostnaður metinn eftir að verkefninu lýkur.
4.Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna
Málsnúmer 1406238Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri, formaður Umhverfis- og samgöngunefndar og sviðsstjóri sátu haustfund Hafnasambands Íslands 4. og 5. september sl. í Fjalla- og Dalvíkurbyggð.
Þar var m.a. fjallað um skýrsluna "Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna" en þar kemur m.a. fram "að beint framlag íslenskra hafna er um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti er óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig."
Þar var m.a. fjallað um skýrsluna "Efnahagsleg áhrif íslenskra hafna" en þar kemur m.a. fram "að beint framlag íslenskra hafna er um 0,3% af landsframleiðslu en aftur á móti er óbeina framlag hafnanna mun meira eða rúmlega 28%. Mikilvægi íslenskra hafna fyrir íslenskt samfélag er því óumdeilt þó svo að deila megi um mikilvægi hverrar hafnar fyrir sig."
5.Sauðárkrókshöfn - dýpkun
Málsnúmer 1404155Vakta málsnúmer
Samkvæmt Siglingasviði Vegagerðarinnar er stefnt á dýpkun í Sauðárkrókshöfn í október. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um tímasetningu dýpkunar.
6.Framkvæmdir 2014
Málsnúmer 1402314Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu framkvæmda á árinu.
7.Lausaganga hunda - fyrirspurn
Málsnúmer 1409195Vakta málsnúmer
Borist hefur fyrirspurn vegna lausagöngu hunda á Sauðárkróki og útivistarsvæðum í og við bæinn. Sviðsstjóra falið að auglýsa bann við lausagöngu hunda innan bæjarmarka. Verið er að vinna í að finna hentugt afgirt svæði fyrir hunda.
8.Þjónusta við þjóðvegi í þéttbýli
Málsnúmer 1409153Vakta málsnúmer
Lagt var fram bréf frá Vegagerðinni vegna fyrirkomulags vetrarþjónustu á Hofsósi. Í bréfinu kemur fram að Vegagerðin ætli ekki að sinna vetrarþjónustu á Norðurbraut frá Skólagötu að hafnarsvæði eins og verið hefur undanfarin ár. Nefndin gerir athugasemd við það að Norðurbraut verði ekki þjónustuð með sama hætti og verið hefur.
9.Eyrarvegur 18 - Fyrirspurn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1409156Vakta málsnúmer
Tekin var fyrir umsókn frá FISK Seafood vegna byggingu skýlis við hráefnismóttöku frystihúss.
Nefndin gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Nefndin gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 17:00.