Fara í efni

Samningur um Vinaliðaverkefni

Málsnúmer 1410078

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 98. fundur - 13.10.2014

Óskar Björnsson, skólastjóri Árskóla og Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir, sátu fundinn undir þessum lið.
Fræðslunefnd samþykkir drög að samningi við norska eigendur Vinaliðaverkefnisins og vísar þeim til byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 674. fundur - 23.10.2014

Lögð fram drög að samningi um leyfi til afnota á áætlun gegn einelti (Vinaliðaverkefni) á milli Trivselsleder AS og Árskóla fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Árskóli verður fulltrúi Trivselsleder AS á Íslandi og hefur leyfi til að nota áætlunina í þeim tilgangi að ganga til þjónustusamninga við grunnskóla á Íslandi. Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 98. fundi fræðslunefndar. Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir samninginn og lýsir yfir ánægju með verkefnið og velgengni þess.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 674. fundar byggðaráðs staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Afgreiðsla 98. fundar fræðslunefndar staðfest á 320. fundi sveitarstjórnar 29. október 2014 með níu atkvæðum.