Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

674. fundur 23. október 2014 kl. 09:00 - 11:26 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson kom til fundar kl. 09:33.

1.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, og ræddi þær breytingar sem hafa orðið og koma til með að verða, eftir að þessi nýja stofnun var sett á laggirnar.

2.Beiðni að leigja fjárhús á Nöfum

Málsnúmer 1410164Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 19. október 2014 frá Ragnari Guðmundssyni, kt. 251036-3659 þar sem hann óskar eftir að taka á leigu fjárhús sem staðsett eru á lóð nr. 42 á Nöfum.
Byggðarráð ítrekar fyrri samþykkt frá 671. fundi varðandi það að lóð nr. 42 á Nöfum verði ekki leigð eða seld og synjar því erindinu.

3.Beiðni um athugasemdir vegna skiptingar landsins í 40 talningarsvæði

Málsnúmer 1410130Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hagstofu Íslands, dagsett 14. október 2014 þar sem lögð er fram tillaga um að Íslandi verði skipt upp í 40 talningarsvæði vegna væntanlegs manntals.
Byggðarráð gerir ekki athugsemd við svæðaskiptinguna sem lögð er til í framangreindu bréfi.

4.Beiðni um úrbætur á aðgengi fatlaðra í Bifröst

Málsnúmer 1407040Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf frá Aðalheiði Báru Steinsdóttur, kt. 080777-3969, þar sem hún óskar eftir að útbætur á Félagsheimilinu Bifröst, Sauðárkróki, verði gerðar til að bæta aðgengi fatlaðra. Erindinu var vísað til byggðarráðs sem fer með stjórn eignasjóðs, frá 12. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2015.

5.Hólar/tjaldsvæði 146455 - Ábending um stofnun

Málsnúmer 1408002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 29. júlí 2014 frá Þjóðskrá Íslands varðandi misræmi í skráningu fasteignarinnar Hólar/tjaldsvæði 146455, fastanr. 214-2811. Fasteignin er ekki til í þinglýsingabókum sýslumanns en hefur verið skráð í fasteignabók.
Byggðarráð samþykkir að ánafna landeiganda tjaldsvæðissnyrtingum sem skráðar eru á fastanúmer 214-2811.

6.Húsnæði fyrir starfsemi Alþýðulistar á Sauðárkróki

Málsnúmer 1410144Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Alþýðulistar, dagsett 16. október 2014, þar sem stjórnin innir eftir því hvort sveitarfélagið hafi til reiðu húsnæði á Sauðárkróki, sem hentað gæti fyrir starfsemi félagsins, þ.e. rými til að vinna að handverki og verslunarpláss.
Byggðarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum Alþýðulistar til fundar.

7.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Málsnúmer 1410052Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, dagsett 2. október 2014 varðandi nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2015. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi. Tilnefningar ásamt rökstuðningi þurfa að berast fyrir 7. nóvember 2014.

8.Samningur um Vinaliðaverkefni

Málsnúmer 1410078Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um leyfi til afnota á áætlun gegn einelti (Vinaliðaverkefni) á milli Trivselsleder AS og Árskóla fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Árskóli verður fulltrúi Trivselsleder AS á Íslandi og hefur leyfi til að nota áætlunina í þeim tilgangi að ganga til þjónustusamninga við grunnskóla á Íslandi. Erindinu var vísað til byggðarráðs frá 98. fundi fræðslunefndar. Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir samninginn og lýsir yfir ánægju með verkefnið og velgengni þess.

9.Sæmundargata 7a

Málsnúmer 1410179Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar ófullgerðar uppdráttarteikningar af innra skipulagi Sæmundargötu 7a.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara í viðræður við eiganda fasteignarinnar um kaup á húsnæðinu í samræmi við fjárhagsáætlun 2014.

10.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1408146Vakta málsnúmer

Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar 2015.

11.Sölvanes 146238 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1410166Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. október 2014, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á jörðinni Sölvanes, landnúmer 146238. Seljendur eru Magnús Óskarsson, kt. 160847-7199 og Elín Sigurðardóttir, kt. 080245-3949. Kaupandi er Smiðjugrund ehf., kt. 650414-1010.

12.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014

Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 5., 24., 28. og 29. september og 1. október 2014.

13.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 12. september og 7. október 2014.

Fundi slitið - kl. 11:26.