Skil vegna refa- og minkaveiða 2013-2014
Málsnúmer 1410174
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 176. fundur - 13.11.2014
Lagt fram til kynningar uppgjör á refa- og minkaveiði í Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir tímabilið 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Veiddir voru 352 refir og 141 minkur. Greiðsla fyrir unnin dýr nam annars vegar 5.365.320 kr. vegna lágfótu og 910.800 kr. vegna sundmarða. Innifalin er í þessum upphæðum vinna, verðlaun, akstur og virðisaukaskattur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 176. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.