Fara í efni

Styrkbeiðni - Eldvarnaátakið 2014

Málsnúmer 1412024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 681. fundur - 04.12.2014

Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, dagsett 1. desember 2014, þar sem sótt er um styrk til Eldvarnarátaksins 2014. Landssambandið hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnafræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra.
Byggðarráð þakkar erindið og beinir því til Brunavarna Skagafjarðar að meta hvort og hversu mikið styrkja eigi verkefnið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 681. fundar byggðaráðs staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.