Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

681. fundur 04. desember 2014 kl. 09:00 - 11:03 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Tumabrekka 146597 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1411238Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 11. nóvember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Hartmanns Ásgríms Halldórssonar, kt. 010357-4979 um rekstrarleyfi fyrir Tumabrekku 2, 566 Hofsós. Gististaður, flokkur I - íbúð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Afgreiðsla stjórnar SÍS á erindi Vinnumálastofnunar um viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum

Málsnúmer 1412019Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af svari Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. desember 2014, til Vinnumálastofnunar vegna erindis stofnunarinnar, dags. 13. nóvember 2014, þar sem leitað var eftir stuðningi stjórnar sambandsins við ósk stofnunarinnar til sveitarfélaga um að fá endurgjaldslausa viðtalsaðstöðu hjá sveitarfélögum fyrir ráðgjafa stofnunarinnar þar sem það á við vegna viðtala við atvinnuleitendur í viðkomandi sveitarfélögum. Stjórn sambandsins tók jákvætt í erindið enda fellur það að stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018 um aukið samstarf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið svo fremi að tekjurstofnar til fjármögnunar verkefnisins verði tryggðir.

3.Lántaka 2014

Málsnúmer 1405114Vakta málsnúmer

Á fjárhagsáætlun 2014 er heimild til lántöku að upphæð 868 milljónir króna. Þegar hafa verið teknar að láni 500 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að taka lán hjá Kaupfélagi Skagfirðinga samkvæmt fjármögnunarsamningi sem gerður var 22. apríl 2013, allt að 300 milljónir króna til fimm ára.

4.Ósk um viðræður vegna Leikborgar

Málsnúmer 1409040Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. september 2014 frá Bjarna Haraldssyni, kt. 140330-2139, þar sem hann óskar eftir viðræðum um kaup á fasteigninni Aðalgötu 22b á Sauðárkróki (Leikborg). Málð áður á dagskrá 671. fundi byggðarráðs, 11. september 2014.
Í ljósi lélegs ástands umræddrar fasteignar er byggðarráð sammála um að ekki sé forsvaranlegt að selja fasteignina sem keypt var til niðurrifs á sínum tíma. Byggðarráð hafnar því erindinu.

5.Styrkbeiðni - Eldvarnaátakið 2014

Málsnúmer 1412024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna, dagsett 1. desember 2014, þar sem sótt er um styrk til Eldvarnarátaksins 2014. Landssambandið hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnafræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra.
Byggðarráð þakkar erindið og beinir því til Brunavarna Skagafjarðar að meta hvort og hversu mikið styrkja eigi verkefnið.

6.Styrkumsókn - Snorraverkefni 2015

Málsnúmer 1411266Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 17. nóvember 2014 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2015. Verkefnið, sem rekið er af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi, lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

7.Beiðni um viðræður um kaup á landi

Málsnúmer 1411204Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að óska eftir við Sigurð Haraldsson bónda á Grófargili að koma til fundar með ráðinu til viðræðna um kaup á landi úr jörðinni Grófargili.

8.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 1408146Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2015.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun 2015 með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar við síðari umræðu. Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

9.Þriggja ára áætlun 2016-2018

Málsnúmer 1408147Vakta málsnúmer

Lögð fram til síðari umræðu þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árin 2016-2018.
Byggðarráð samþykkir þriggja ára áætlun 2016-2018 með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar við síðari umræðu. Hildur Þóra Magnúsdóttir fulltrúi Vg og óháðra situr hjá við afgreiðslu málsins.

10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 8. október og 3. nóvember 2014 auk aðalfunargerð samtakanna frá 8. október 2014.

11.Fundargerðir 2013 og 2014 Rætur bs.

Málsnúmer 1402355Vakta málsnúmer

Fundargerðir Róta bs. frá 26. mars, 24. júlí, 9.,15., og 30. september, 14. október og 11. nóvember 2014 lagðar fram til kynningar á 681. fundi byggðarráðs 4. desember 2014.

Fundi slitið - kl. 11:03.