Sleitustaðavirkjun 146492 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka.
Málsnúmer 1412037
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 266. fundur - 08.12.2014
Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 sækir fh. Sleitustaðavirkjunar, kt. 711088-1489 um staðfestingu á lóðarmörkum lóðarinnar Sleitustaðavirkjun landnúmer146492. Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gera grein fyrir afmörkun lóðarinnar. Uppdrættir er gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S100 og S101 í verki nr. 7127 og 71271, dagsettir 10. nóvember 2014. Á lóðinni stendur spennistöðvarhús með matsnúmer 214-2969. Óskað er eftir að lóðin verði nefnd Sleitustaðavirkjun spennistöð. Einnig skrifar Þorvaldur Óskarsson ásamt Sigurði Sigurðssyni kt. 220361-5359 undir erindið og lýsa þar yfir samþykki lóðarmarkanna sem eigendur Sleitustaða landnúmer 146487 og lóðar spennistöðvarinnar með landnúmerið 146492. Erindið samþykkt.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014
Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.