Fara í efni

Smáragrund 1 146494 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1412038

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 266. fundur - 08.12.2014

Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 eigandi jarðarinnar Smáragrund 1, landnrnúmer 146494 sækir um leyfi til þess að:
a) Skipta út úr jörðinni 1050,0m² lóð fyrir stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar. Á lóðinni stendur stöðvarhús Sleitustaðavirkjunar með fastanúmerið 214-2968.
b) Skipta út úr jörðinni 905,0m² lóð, landinu Smáragrund landi 2. Á lóðinni stendur íbúðarhús með fastanúmer 214-2973. Samkvæmt þinglýstum samningi frá 21.4.1958 tilheyrir húseignin ásamt lóðarréttindum nýbýlinu Smáragrund 1, landnúmer 146494.
Framlagðir hnitsettir yfirlits-og afstöðuuppdrættir gera grein fyrir afmörkun lóðanna. Uppdrættir er gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdrátta er S100, S01 og S102 í verki nr. 7127 og 71272, dagsettir 10. nóvember 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 322. fundur - 15.12.2014

Afgreiðsla 266. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 322. fundi sveitarstjórnar 15. desember 2014 með níu atkvæðum.