Fara í efni

Málefni Gúttó

Málsnúmer 1501025

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 683. fundur - 08.01.2015

Lagt fram bréf dagsett 22. desember 2014 frá Sólon myndlistarfélagi varðandi fyrirhugaðar viðgerðir á Gúttó, Skógargötu 11 á Sauðárkróki. Félagið hefur verið með starfsemi í húsinu og hefur áhuga á að vita hvenær framkvæmdir hefjast, hversu langan tíma þær munu taka og hvort starfsemi innan dyra verði þá möguleg í hluta eða öllu húsinu samtímis.
Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forráðamönnum félagsins til fundar með byggðarráði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Afgreiðsla 683. fundar byggðaráðs staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 685. fundur - 29.01.2015

Í framhaldi af afgreiðslu 683. fundar byggðarráðs (8.1. 2015) komu Ingibjörg Hafstað, Kristín Dröfn Árnadóttir og Erla Einarsdóttir fulltrúar frá Sólon myndlistarhópi til viðræðu um starfsemi hópsins í Gúttó og fyrirhugaðar viðgerðir á fasteigninni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 324. fundur - 25.02.2015

Afgreiðsla 685. fundar byggðaráðs staðfest á 324. fundi sveitarstjórnar 25. febrúar 2015 með níu atkvæðum.