Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Málefni Gúttó
Málsnúmer 1501025Vakta málsnúmer
2.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda
Málsnúmer 1501041Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. júlí 2014 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 31. desember 2015. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
3.Námskeið fyrir sveitastjórnarmenn á Norðurlandi vestra 15. janúar 2015
Málsnúmer 1501061Vakta málsnúmer
Lögð fram dagskrá námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum á Norðurlandi vestra, þann 15. janúar 2015 á Hvammstanga.
Byggðarráð samþykkir að bjóða sveitarstjórnarmönnum og nefndarfólki í fastanefndum sveitarfélagsins á námskeiðið og að námskeiðskostnaður greiðist af sveitarfélaginu, málaflokki 21010. Viðkomandi þurfa að skrá þátttöku hjá sveitarstjóra fyrir 12. janúar n.k.
Byggðarráð samþykkir að bjóða sveitarstjórnarmönnum og nefndarfólki í fastanefndum sveitarfélagsins á námskeiðið og að námskeiðskostnaður greiðist af sveitarfélaginu, málaflokki 21010. Viðkomandi þurfa að skrá þátttöku hjá sveitarstjóra fyrir 12. janúar n.k.
4.Lántaka 2014
Málsnúmer 1405114Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vilyrði frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um lánveitingu á 100 milljónum króna til sveitarfélagsins. Heimild er fyrir lántökunni í fjárhagsáætlun ársins 2014.
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja lánssamning fyrir næsta fund ráðsins.
Byggðarráð samþykkir að taka óverðtryggt lán til 15 ára og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að leggja lánssamning fyrir næsta fund ráðsins.
5.Stóra-Gröf syðri 146004 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1412151Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 10. desember 2014 þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi, Stóra-Gröf syðri, landnúmer 146004. Seljandi er Sigfús Helgason, kt. 110939-4699. Kaupendur eru Sigfús Ingi Sigfússon, kt. 031175-5349 og Laufey Leifsdóttir, kt. 281075-5279.
6.Landsþing 2015
Málsnúmer 1501032Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar tilkynning úr 10. tbl. 2014, Tíðinda Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að stjórn sambandsins hafi samþykkt að boða til XXIX. landsþings sambandsins föstudaginn 20. mars 2015. Þingið verður haldið á Grand hóteli í Reykjavík.
7.Samband íslenskra sveitarfélaga, 366. mál, bókun stjórnar.
Málsnúmer 1501030Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, 366. mál. Einnig lögð fram svohljóðandi bókun stjórnar sambandsins frá fundi sem haldinn var 12. desember 2014.
"Lögð fram umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, 366. mál.
Framkvæmdastjóri lagði fram nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2014, þar sem lagt er til að úr frumvarpinu falli bráðabirgðaákvæði um greiðslu sérstaks framlags úr jöfnunarsjóði vegna áhrifa laga um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar á tekjur sveitarfélaga.
Frumvarp hefur fengið faglega umfjöllun í samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga og hefur náðst samkomulag á þeim vettvangi um þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu. Breytingartillaga nefndarinnar, um að b-liður 2. gr. frumvarpsins falli brott, er í algjörri andstöðu við vilja Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og fram hefur komið í umsögn sambandsins um frumvarpið og af hálfu fulltrúa þess á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hún er einnig í andstöðu við vilja ríkisstjórnarinnar, sem lítur á þennan lið frumvarpsins sem lið í að bregðast við neikvæðum fjárhagslegum áhrifum aðgerða ríkisstjórnarinnar og Alþingis gagnvart sveitarfélögum vegna skattfrjálsrar úttektar séreignarsparnaðar samkvæmt lögum um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Full sátt hefur þannig verið um það milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sökum tekna ríkisins af bankaskatti dreifist til allra sveitarfélaga í hlutfalli við útsvarsstofn þeirra og þar með milda neikvæð áhrif fyrrnefndra aðgerða gagnvart öllum sveitarfélögum.
Verði breytingartillagan samþykkt mun þetta aukna fjármagn jöfnunarsjóðs dreifast til hluta sveitarfélaga en ekki þeirra allra eins og til stóð. Jafnframt er fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga stefnt í voða og nægt tilefni er komið upp til að sveitarfélögin leiti eftir því með öllum ráðum að taka yfir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga enda er fjármagn hans í reynd í eigu sveitarfélaga.
Að loknum umræðum var eftirfarandi bókun samþykkt:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að frumvarp til breytinga á tekjustofnalögum nái fram að ganga óbreytt á Alþingi. Stjórnin mótmælir breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar sem fram kemur á þingskjali 718, 366. mál."
"Lögð fram umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 4. desember 2014, um frumvarp til laga um breytingar á tekjustofnalögum, 366. mál.
Framkvæmdastjóri lagði fram nefndarálit umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. desember 2014, þar sem lagt er til að úr frumvarpinu falli bráðabirgðaákvæði um greiðslu sérstaks framlags úr jöfnunarsjóði vegna áhrifa laga um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar á tekjur sveitarfélaga.
Frumvarp hefur fengið faglega umfjöllun í samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga og hefur náðst samkomulag á þeim vettvangi um þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu. Breytingartillaga nefndarinnar, um að b-liður 2. gr. frumvarpsins falli brott, er í algjörri andstöðu við vilja Sambands íslenskra sveitarfélaga eins og fram hefur komið í umsögn sambandsins um frumvarpið og af hálfu fulltrúa þess á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hún er einnig í andstöðu við vilja ríkisstjórnarinnar, sem lítur á þennan lið frumvarpsins sem lið í að bregðast við neikvæðum fjárhagslegum áhrifum aðgerða ríkisstjórnarinnar og Alþingis gagnvart sveitarfélögum vegna skattfrjálsrar úttektar séreignarsparnaðar samkvæmt lögum um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Full sátt hefur þannig verið um það milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að tekjuauki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sökum tekna ríkisins af bankaskatti dreifist til allra sveitarfélaga í hlutfalli við útsvarsstofn þeirra og þar með milda neikvæð áhrif fyrrnefndra aðgerða gagnvart öllum sveitarfélögum.
Verði breytingartillagan samþykkt mun þetta aukna fjármagn jöfnunarsjóðs dreifast til hluta sveitarfélaga en ekki þeirra allra eins og til stóð. Jafnframt er fjárhagslegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga stefnt í voða og nægt tilefni er komið upp til að sveitarfélögin leiti eftir því með öllum ráðum að taka yfir Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga enda er fjármagn hans í reynd í eigu sveitarfélaga.
Að loknum umræðum var eftirfarandi bókun samþykkt:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á að frumvarp til breytinga á tekjustofnalögum nái fram að ganga óbreytt á Alþingi. Stjórnin mótmælir breytingartillögu umhverfis- og samgöngunefndar sem fram kemur á þingskjali 718, 366. mál."
8.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar SSNV frá 4. og 18. desember 2014 lagðar fram til kynningar á 683. fundi byggðarráðs, 8. janúar 2015.
Fundi slitið - kl. 10:03.
Byggðarráð þakkar erindið og samþykkir að fela sveitarstjóra að bjóða forráðamönnum félagsins til fundar með byggðarráði.