Lagt fram bréf frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 12. febrúar 2015 þar sem vakin er athygli á að sjóðurinn tekur á móti umsóknum í sjóðinn frá aðildarsveitarfélögum EBÍ til 30. apríl 2015. Tilgangur sjóðsins er að styrkja sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Úthlutunarframlag sjóðsins verður í ár, fimm milljónir króna. Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjórum að skoða möguleg verkefni til umsóknar.
Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjórum að skoða möguleg verkefni til umsóknar.