Úrgangsmál á Norðurlandi
Málsnúmer 1503085
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 108. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 110. fundur - 11.05.2015
Lögð voru fram til kynningar drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Drögin eru unnin af þriggja manna verkefnisstjórn í samræmi við samning milli sorpsamlaga á svæðinu og sveitarfélagsins Húnaþings vestra frá 8. mars 2012.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig að verkefnisstjórn sé falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela verkefnisstjórn að auglýsa áætlunina í samræmi við ákvæði 6. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum og í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Einnig að verkefnisstjórn sé falið að taka við athugasemdum sem berast á umsagnartíma.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 110. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24.júní 2015 með níu atkvæðum.
Á fundinum var farið yfir vinnu við gerð svæðisáætlunar í úrgangsmálum sem unnið hefur verið að frá árinu 2012. Á fundinum var kynnt skýrsla þar sem dregin er saman vinna við gerð svæðisáætlunar, en að gerð hennar koma 18 sveitarfélög á Norðurlandi.
Ákveðið var á fundinum að skipa vinnuhóp sem hefði m.a. það hlutverk að ræða við stjórnvöld um aðkomu þeirra að málaflokknum.