Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir rallýkeppni 24.-25. júlí

Málsnúmer 1503319

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 692. fundur - 09.04.2015

Lögð fram umsókn frá Bílaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 22. mars 2015, um leyfi til að halda rallýkeppni helgina 24. og 25. júlí 2015.
Eknar verða sérleiðirnar:
744 Þverárfjallsvegur, (gamli vegurinn að mestu), 742 Mýrarvegur frá Mánaskál að fjárrétt við Kirkjuskarð, F 752 Skagafjarðarvegur frá Litluhlíð að Þorljótsstöðum, F 756 Mælifellsvegur um Mælifellsdal, Sauðárkrókshöfn og Nafir.
Keppnin fer fram í samræmi við keppnisreglur LÍA um aksturskeppnir.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti svo fremi að öll önnur tilskilin leyfi fáist frá hlutaðeigandi aðilum og öllum reglum verði framfylgt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 692. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með níu atkvæðum.