Opnunartími sundlauga sumarið 2015
Málsnúmer 1504080
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 219. fundur - 15.04.2015
Lögð fram tillaga forstöðumanns frístunda- og forvarnarmála um opnunartíma sundlauga í Skagafirði. Opnunartími verði óbreyttur milli ára en á Hofsósi tekur sumaropnun gildi tveimur vikum fyrr eða 18. maí. Þetta er gert til að mæta aukinni aðsókn í laugina.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015
Afgreiðsla 219. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2014 með níu atkvæðum.