Fara í efni

Smábátahöfn á Hofsósi

Málsnúmer 1504128

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 109. fundur - 20.04.2015

Lagt var fyrir fundinn tilboð frá KrÓla ehf í nýjar flotbryggjueiningar á Hofsósi.
Tilboðið gerir ráð fyrir 3 x 6m einingum sem festar eru með Seaflex ankerum, samskonar búnaði og notaður er á flotbryggjur á Sauðárkróki. Kostnaður við nýjar einingar er um 7,5 milljónir m/vsk með uppsetningu.
Á fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir 6 milljónum í flotbryggju á Hofsósi.
Kannaður verður möguleiki á sölu á eldri flotbryggjueiningum til að brúa bilið.
Nefndin samþykkir framkvæmdina ef hún rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 327. fundur - 13.05.2015

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.