Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

327. fundur 13. maí 2015 kl. 16:15 - 18:43 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Svavarsdóttir forseti
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir aðalm.
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir 2. varaforseti
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn, að tekið yrði fyrir með afbrigðum, mál 1406016 "Samþykkt um byggingarnefnd"

Samþykkt með níu atkvæðum.

1.

Málsnúmer Vakta málsnúmer

1.1.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.

1.2.Áætluð viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnasjóða 2015-2018

Málsnúmer 1504077Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd - 109

Málsnúmer 1504010FVakta málsnúmer

Fundargerð 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

2.1.Molastaðir lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505025Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.2.Langhús lóð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505024Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.3.Neðri-Ás 1 og 2 (146476) (146478) - (Ástunga) Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1505038Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.4.Ánastaðir lóð 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1505045Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.5.Helluland land B 212710 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1504246Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.6.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum.

Málsnúmer 1502245Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 17 Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum. Samþykkt samhljóða.

2.7.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1504277Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 16 Gönguskarðsárvirkjun - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.

2.8.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Deplar - Deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.

2.9.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Deplar - Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.

2.10.Smábátahöfn á Hofsósi

Málsnúmer 1504128Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

2.11.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagsbreyting. Samþykkt samhljóða.

3.Skipulags- og byggingarnefnd - 273

Málsnúmer 1505002FVakta málsnúmer

Fundargerð 273. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

3.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5

Málsnúmer 1504011FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 04

Málsnúmer 1503020FVakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.3.Smáragrund 14 - Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Málsnúmer 1504165Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.4.Brautartunga land A - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1504245Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.5.Laugardalur 146194 - Umsókn um leyfi til skógræktar

Málsnúmer 1503174Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.6.Þröm 176749 - Umsókn um leyfi til skógræktar.

Málsnúmer 1502168Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.7.Steintún 146234 - Umsókn um leyfi til skógræktar.

Málsnúmer 1503038Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.8.Neðri-Ás 1 og 2 (146476) (146478) - Umsókn um staðfestingu landamerkja

Málsnúmer 1505012Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

3.9.Endurskoðun samstarfssamninga - Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur.

Málsnúmer 1502247Vakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

4.Fundagerðir stjórnar 2015 - Heilbr.eftirl. Nl.v

Málsnúmer 1501009Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðulands vestra frá 29. apríl 2015 lögð fram til kynningar á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015

5.Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2014

Málsnúmer 1504113Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri, Ásta Björn Pálmadóttir tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2014.
?Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 er hér lagður fram til síðari umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A og B hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir og Tímatákn ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 3.933 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 3.390 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 3.484 millj. króna, þar af A-hluti 3.210 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 449 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 179 millj. króna. Afskriftir eru samtals 165 millj. króna, þar af 92 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 201 millj. króna, þ.a. eru 134 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A og B hluta á árinu 2014 er 127 millj. króna og rekstrarniðurstaða A hluta er neikvæð um 47 millj. króna.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A og B hluta voru í árslok samtals 7.305 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 5.484 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2014 samtals 5.617 millj. króna, þar af hjá A-hluta 4.330 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 3.343 millj. króna hjá A og B hluta auk 697 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 1.687 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 23%. Lífeyrisskuldbindingar nema 950 millj. króna í árslok og hækkuðu á árinu um 70 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A og B hluta nam 427 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 150 millj. króna. Handbært fé til rekstrar A og B hluta er 84 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2014, 471 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 482 millj. króna. Afborganir langtímalána námu 525 millj. króna, handbært fé lækkaði um 62 millj. króna á árinu og nam það 12 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 1.011 millj. króna.
Í 64.gr. nýrra sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A og B hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Frá heildarskuldum og skuldbindingum er heimilt að draga frá hluta lífeyrisskuldbindinga sem og tekjur og skuldir veitna. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2014, 143% án þess að dreginn sé frá sá hluti af heildarskuldum og skuldbindingum sem heimilað er.
Að lokum vil ég þakka öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.?

Sigríður Svavarsdóttir tók til máls, með leyfi forseta.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
?Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2014 liggur hér frammi til afgreiðslu. Niðurstaðan er bæði jákvæð og neikvæð enda þjónustan margþætt og flókin í dreifðu sveitarfélagi.
Þegar horft er til A- hluta er reksturinn neikvæður um 47 millj.kr. en rekstrarniðurstaða A og B hluta er jákvæð um 126.7 millj. kr. Ef við setjum þetta í samhengi við venjulegt heimilisbókhald er það A-hluti rekstrarins sem er heimilisbókhaldið. Þar eru tekjurnar, skatttekjur og framlög jöfnunarsjóðs sveitarfélaganna, gjöldin eru daglegur rekstur, svo sem félagsþjónusta, fræðslu- og uppeldismál, æskulýðs- og íþróttamál, hreinlætismál og fleira. Eignarsjóður og Þjónustumiðsstöð teljast einnig undir A-hluta og í endurskoðunarskýrslu KPMG er vakin athygli á viðvarandi rekstrarhalla Þjónustumiðstöðvar og vaxandi skulda hennar við Aðalsjóð, bent er á mikilvægi þess að gjaldskrá og verkbókhald sé sett þannig upp að Þjónustumiðstöðin hafi á hverjum tíma nægar tekjur til að mæta kostnaði við rekstur og er það úrlausnarverkefni byggðaráðs að lagfæra þessa stöðu. Útkoman úr A-hluta er það sem eftir er til að lifa af eins og það er kallað, án lántöku eða annarra tekna. Því er mjög mikilvægt að ná þessum rekstri upp fyrir núllið.
Tekjutap A-hluta skýrist m.a. vegna lækkunar útsvarstekna sem er m.a. vegna þess að störfum sjómanna fækkaði á árinu ásamt því að íbúum sveitarfélagsins hefur fækkað. Íbúum fækkaði því miður um 64 á árinu 2014 eða 1.6% sem er rúmlega helmingur þeirra 116 íbúa fækkunar sem orðið hefur í sveitarfélaginu frá árinu 2011. Það er því ljóst að það þarf að vera öflugur viðsnúningur hvað varðar neikvæða íbúaþróun en með sama áframhaldi verður ekki hægt að fjárfesta og erfitt getur orðið að greiða niður skuldir ásamt því að viðhalda góðu þjónustustigi. Nauðsynlegt er því að tryggja jákvæða byggðaþróun til næstu ára.
Rekstur B-hluta skilar hagnaði. Til B- hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu sveitarfélagsins, en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin sem eru meðal annars Hafnarsjóður, Vatnsveita, Sjóveita, Hitaveita og Félagslegar íbúðir skila samtals afgangi upp á tæpar 174 milljónir. Það eru þeir fjármunir sem þessi fyrirtæki hafa þá til að framkvæma fyrir eftir árið, enda er ekki reiknað með að fjármunir þeirra séu notaðir í annað en til framkvæmda og endurnýjunar þess sem þau sjá um að reka. Það er sem sagt ekki hægt að nota þessa peninga til að fjármagna rekstur A ?hluta.
Skuldir og skuldbindingar hækka milli ára og munar þar um uppgjör til Kaupfélags Skagafirðinga vegna Árskóla sem var gert með því að taka langtímalán. Nýjar lántökur umfram afborganir langtímalána námu á árinu 486,7 millj.kr. og handbært fé lækkaði um 61.7 millj.kr. Rétt er að benda á að það er ekki hlutverk sveitarfélaga að skila sem mestum hagnaði, heldur er hlutverk þeirra að sjá íbúum sínum fyrir góðu samfélagi með þjónustu við hæfi. En mikilvægt er að gæta aðhalds og varkárni við val á verkefnum sem fjármagn sveitarfélagsins þ.e. peningar íbúana er sett til og þar þarf að gæta jafnræðis og varast skuldaaukningu. Mikilvægt er að reksturinn verði með þeim hætti að hann skapi svigrúm til þess að greiða niður skuldir næstu árin.
Að lokum vil ég þakka þeim sem komu að vinnu við gerð og skil þessa ársreiknings og að daglegum rekstri sveitarfélagsins fyrir þeirra vinnu. Óska meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks gæfu og skynsemi við rekstur sveitarfélagsins og minnihluta K- lista Skagafjarðar ásamt Vinstri grænum og óháðum þor og styrk til að rækja hlutverk sitt með kröftugum og málefnalegum hætti, styðja við góð mál og gagnrýna það sem við teljum að hægt sé að gera betur. Íbúum sveitarfélagsins óska ég gleðilegs sumars.?
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, fulltrúi Skagafjarðarlista

Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
Á síðasta kjörtímabili sameinaðist sveitarstjórn um að ráðast í víðtækar sparnaðar og hagræðingaraðgerðir hjá sveitarfélaginu. V-listi lagði áherslu á innan þáverandi meirihluta að marka samhliða þá stefnu að þróa áfram og bæta enn frekar þá þjónustu sem sveitarfélagið veitir og halda gjöldum á börn og fjölskyldur með þeim lægstu á landinu. Ennfremur var samstaða um að vinna að ýmslum þörfum framkvæmdum í sveitarfélaginu. Þessar aðgerðir og stefnumörkun hefur skilað góðum árangri og markverðum áföngum í bættri rekstrarstöðu sveitarfélagsins, líkt og niðurstaða ársreiknings 2014 ber með sér.
Það má þó gera betur á mörgum sviðum og mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem síðasta sveitarstjórn og þáverandi meirihluti markaði með aðhaldi í rekstri samhliða styrkingu innviða og áframhaldandi uppbyggingu í Skagafirði.
Núverandi meirihluta virðist skorta stefnu og sýn fyrir sveitarfélagið og ef eitthvað slíkt er fyrir hendi þá hefur þeim tekist að halda því rækilega fyrir sig hingað til og frá íbúum sveitarfélagsins. Ekki hefur enn verið kynntur málefnasamningur eða stefna núverandi meirihluta þó ár sé liðið frá kosningum. Fjöldi viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 á fyrstu mánuðum þess ber sömuleiðis stefnuleysi vitni og að núverandi meirihluti hugi ekki sem skyldi að áætlanagerð og undirbúningi ákvarðana sem fela í sér fjárútlát við gerð fjárhagsáætlunar. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru mikilvægt stjórntæki og vönduð áætlanagerð ásamt eftirfylgni grundvöllur góðs rekstrar. Þar hafa sveitarstjóri og starfsfólk sveitarfélagsins unnið gott starf og mikilvægt að sveitarstjórnarfólk slái sama takt.
Sá árangur sem náðst hefur undanfarin misseri í rekstri sveitarfélagsins er að stóru leiti að þakka vel unnu verki sveitarstjóra og starfsfólks sveitarfélagsins og vill undirritaður fyrir hönd V- lista þakka þeim sín störf. Mikilvægt er að sveitarstjórn í störfum sínum skapi þeim umgjörð til að halda áfram á þeirri braut. Það er verk að vinna.
Bjarni Jónsson V- lista

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Niðurstaða ársreiknings Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 er glæsileg og er A og B hluta sveitarsjóðs skilað með 127 mkr. hagnaði. Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings sveitarfélagsins er því jákvæð þriðja árið í röð sem er einsdæmi í sögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þessu ber að fagna enda ábyrg fjármálastjórn grunnur að því að hægt verði að veita íbúum sveitarfélagsins lögbundna þjónustu, sinna viðhaldi fasteigna sveitarfélagsins og ráðast í metnaðarfullar nýframkvæmdir sem munu auka lífsgæði íbúa sveitarfélagsins.
Rekstur sveitarfélags er langtímaverkefni, langhlaup, og aldrei má slá slöku við ef niðurstaðan á að vera jákvæð. Enn er þó verk óunnið og ljóst að betra jafnvægi þarf að nást í A-hluta sveitarsjóðs og er það eitt af þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir nú. A-hluti sveitarsjóðs hefur frá stofnun sveitarfélagsins aðeins verið þrisvar sinnum með jákvæða niðurstöðu og því ekki um nýtt verkefni að ræða, en þeim mun mikilvægara að ná að klára.
Skuldahlutfall sveitarfélagsins er undir þeim mörkum sem sveitarstjórnarlög kveða á um í 64. grein um fjármál sveitarfélaga, þrátt fyrir að framkvæmdum við Árskóla sé nú lokið, en margir höfðu stór orð um að framkvæmdin myndi rjúfa skuldaþakið og setja sveitarsjóð á hliðina. Raunin er önnur og skuldahlutfall sveitarsjóðs er í ársreikningi ársins 2014, 111% en má vera 150% af tekjum sveitarsjóðs.
Á bakvið slíka niðurstöðu er mikil vinna og fyrir hana bera að þakka. Starfsfólk sveitarfélagsins á þakkir skildar fyrir þeirra hlut.
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Sigríður Svavarsdóttir
Gunnsteinn Björnsson

Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2014 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.

6.Samþykkt um bygginganefnd

Málsnúmer 1406016Vakta málsnúmer

Vísað til síðari umræðu frá 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015

"Lögð fram tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið.

Lögð er til eftirfarandi tillaga,4.1.
Skipulags- og byggingarnefnd: Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.

Byggingafulltrúi veitir byggingaleyfi í samræmi við 9.gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 og framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Telji byggingarfulltrúi að erindi sé bersýnilega í ósamræmi við skipulagsáætlandir, skipulagsskilmála og/eða byggingareglugerð eða óvissu ríkja um hvort uppfyllt sé ákvæði laga, reglugerða og samþykkta, skal hann vísa málinu til afgreiðlsu skipulags- og bygginganefndar, sem fjallar þá um byggingaáformin í samræmi við 11.grein mannvirkjalaga nr. 160/2010.

Skipulags- og byggingarnefnd annast störf sem 6. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Einnig skipulag hafnarsvæða að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar og umferðarmál samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987. Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum."

Tillaga um breytingu á 47. grein samþykkta Sveitarfélagsins Skagafjarðar, liður 4. Skipulags- og byggingarsvið, borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

7.Skagafjarðarveitur hitaveita - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Hitav í Fljótum.

Málsnúmer 1502245Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Á 270. fundi nefndarinnar þann 18. mars sl. var erindið lagt fram til kynningar og eftirfarandi bókað. Skagafjarðarveitur hitaveita kt. 681212-0350, Borgarteigi 15, Sauðárkróki hafa óskað eftir leyfi til þess að leggja hitaveitulögn frá nýrri borholu við Langhús. Framkvæmdin felst í lagningu stofnlagnar hitaveitu frá framangreindri borholu til vesturs inn í Flókadal og að Móskógum, til norðurs að Haganesvík og til austurs að Hraunum og Þrasastöðum í austur Fljótum. Meðfylgjandi uppdrættir eru unnir á STOÐ ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni og eru þeir í verki númer 1020.

Skipulags-og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veita umbeðið framkvæmdaleyfi."

Umbeðið framkvæmdaleyfi borið undir atkvæði sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

8.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1504277Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Tekið fyrir erindi Skipulagsstofnunar dagsett 27. apríl sl. þar sem stofnunin óskar umsagnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar með vísan til 6. gr laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og 11.gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum um það hvort og þá á hvaða forsendum fyrirhuguð endurbygging Gönguskarðsárvirkjunar sé háð mati á umhverfisáhrifum. Beiðninni fylgir, Mat á umhverfisáhrifum - Fyrirspurn um matsskyldu, unnið af Verkís hf. Verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að nægileg grein sé gerð fyrir framkvæmd, umhverfi og umhverfisáhrifum. Þá sé framkvæmd í samræmi við skipulagsáætlanir. Mótvægiáhrifum og vöktun sé einnig gerð góð skil. Skipulags- og byggingarnefnd telur að teknu tilliti til mótvægisaðgerða að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammmála niðurstöðu skipulags og byggingarnefndar um að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa umtalsverð umhverfisáhrif og þvi ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samþykkt með níu atkvæðum sveitastjórnar.

9.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2.
Athugasemd, ábendingar bárust frá:
1)Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafi svæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti og í greinargerð.
2) Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 fh. Eigenda Depla 2 í Fljótum bendir á að hljóðmön við bílastæði merkt P20 á uppdrætti mynda draga úr áreiti sem óhjákvæmilega verður af bílum dvalargesta.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rétt að taka undir athugasemd varðandi netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis. Því er breytt í texta í kafla 2.4 á bls. 8 ásamt því að setja þessa viðbótarmön inn á sniðið. Einnig er bætt við á bls. 3 í greinargerðinni hverju var breytt eftir auglýsingar-og kynningartíma.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Tillagan ber heitið Deplar-Deiliskipulag útgáfa 0.0 dagsett 3.11.2014 og breytt 5.5 2015. Breytingin varðar netta jarðvegsmön við trjábeltið á milli aðkomuvegar og bílastæðis sem bætt er við að ósk eigenda Depla 2. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar.

Ofangreind tillaga að Deiliskipulagi borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

10.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 25.02.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br.
Breytingin felst í skilgreiningu á nýju verslunar og þjónustusvæði (V-1.3) á hluta lands jarðarinnar Depla. Athugasemd barst frá Sigurlínu Kristinsdóttur kt 130158-3669 varðandi heiti á landsvæðinu Stíflu. Í texta og á uppdrætti er talað um að landsvæðið heiti Stífludalur en frá upphafi landnáms mun landssvæðið hafa heitið Stífla. Sigurlínu þökkuð ábendingin, þetta hefur verið leiðrétt á uppdrætti.
Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda. Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Deplar í Fljótum. V-1.3 Landbúnaðarsvæði verður verslunar- og þjónustusvæði.

Ofangreind tillaga að Aðalskipulagsbreytingu borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

11.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gönguskarðsárvirkjunar, aðrennslislagnar og nýs stöðvarhúss skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhugað er að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun í Skagafirði, ofan við Sauðárkrók, þ.m.t. lagningu niðurgrafinnar aðrennslislagnar, byggingu stöðvarhúss og þrýstivatnsturns. Skipulagssvæðið er um 5 hektarar að stærð og liggur sunnan Gönguskarðsár innan þéttbýlismarka Sauðárkróks. Nýtt stöðvarhús verður staðsett við syðri bakka Gönguskarðsár, við gamla brú tæpum kílómetra ofan við ósa hennar þar sem hún rennur í sjó.
Athugasemdir bárust frá Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum og frá Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks og eru þær sömu og bárust við Aðalskipulagstillöguna. Vísað er til svara skipulags- og byggingarnefndar við afgreiðslu Aðalskipulagstillögunnar.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Deiliskipulagi verði samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að annast gildistöku hennar. Deiliskipulagstillagan er dagsett 23.01.2015 og ber heitið Gönguskarðsárvirkjun, aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús

Ofangreind tillaga að Deiliskipulagi borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

12.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 273. fundi skipulags- og byggingarnefndar 11.maí 2015 og vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti 26. febrúar 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I-3.3) undir fyrirhugað stöðvarhús og aðrennslislögn vegna endurbyggðar Gönguskarðsárvirkjunar, ofan við Sauðárkrók, sunnan Gönguskarðsár.
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartíma, frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Þór Hjaltalín minjaverði og frá Orkustofnun. Umsögn frá Fiskistofu barst 8 maí 2015. Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemd við þessa breytingu á Aðalskipulagi. Orkustofnun gerir ekki athugasemd við umræddar breytingar á aðalskipulagi, en bendir á að í því felist hvorki afstaða stofnunarinnar til Gönguskarðsár sem virkjanakosts né heldur til hagnýtingar vatns í því sambandi. Umsögn Orkustofnunar sé því af því tagi að ekki felist í henni vanhæfi stofnunarinnar til að taka afstöðu til umsóknar um virkjunarleyfi á grundvelli raforkulaga komi til þess. Fiskistofa bendir á að huga þurfi sérstaklega að áhrifum endurbyggingar virkjunarinnar á lífríki árinnar og fiskrækt áður en að framkvæmdum kemur. Fiskistofa gerir ekki aðrar athugasemdir við umræddar breytingar á aðalskipulagi, en bendir á að framkvæmd sem er nær veiðivatni en 100 m eru háðar leyfi Fiskistofu skv 33. Grein laga nr. 61/2006 um lax og silungsveiði.

Athugasemdir bárust frá :

1) Andrési Helgasyni eiganda Tungu í Gönguskörðum.

Í fyrsta lagi telur landeigandi að fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir Gönguskarðsár ehf. fari í bága við vatnsréttindi landeiganda og vitnar til 2. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Svar:
Jörðin Tunga stendur að öllu leyti hærra en þau mannvirki fyrirhugaðrar Gönguskarðsárvirkjunar sem tillögur að aðal- og deiliskipulagi lúta að. Landeigandi tilgreinir á engan hátt hvernig viðkomandi framkvæmdir geti hugsanlega skert umrædd réttindi hans. Ekki verður heldur séð að virkjunin geti haft neikvæð áhrif á rétt til vatnsnotkunar til heimilis- og búsþarfa, iðnaðar og iðju á jörðinni svo sem látið er liggja að undir þessum lið. Verður að hafna því að taka tillit til þessarar athugasemdar af framangreindum sökum.
Bent skal á að landeigandi á þess kost að gæta meints framangreinds réttar síns á grundvelli 3. mgr. 4. gr. raforkulaga nr. 65/2003, takist honum að sýna fram á það gagnvart Orkistofnun að hann eigi í raun réttindi sem fari forgörðum. Með vísan til þessa verður að telja að það sé ekki hlutverk skipulagsyfirvalda að skera úr um rétt aðila eða skyldu í þessum efnum.

Í öðru lagi telur landeigandi fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir Gönguskarðsár ehf. gangi hugsanlega gegn rétti landeiganda til hagnýtingar árinnar. Vitnar til 49. gr. vatnalaga nr. 15/1923 um orkunýtingarrétt landeiganda
Svar:
Um þennan lið gildir hið sama og á við um lið I; Annars vegar verður ekki séð hvernig lögmæt vatnsréttindi jarðarinnar, sem að öllu leyti stendur hærra en umrædd virkjunarmannvirki, geti skerst. Að því leyti sem það gæti gerst er það hins vegar Orkustofnunar að beina hugsanlegum ágreiningi virkjunaraðila og landeiganda í viðeigandi farveg til úrlausnar, en ekki skipulagsyfirvalda að fjalla þar um. Vísast sem fyrr til 4. gr. raforkulaga um þetta.

Í þriðja lagi telur landeigandi að með fyrirhuguðum breytingum og framkvæmdum sé skertur réttur hans til hagnýtingar á ánni og þá sé lífríki hennar ógnað. Landeigandi hafi um nokkurt skeið haft áhuga á því að kanna hagnýtingu árinnar, meðal annars með tilliti til fiskræktunar.
Svar:
Að því marki sem hér er fjallað um sömu atriði og gert er undir lið I og II verður að vísa til afstöðu sveitarfélagsins sem þar kemur fram. Vegna athugasemdar um að ekki sé nægjanlega fjallað um áhrif virkjunar á lífríki Gönguskarðsár verður að líta til þess að fyrirhugaðar breytingar á skipulagi leiða ekki til breytinga á hagnýtingu Gönguskarðsár frá því sem verið hefur undanfarna áratugi, þ.e. frá því áin var virkjuð og tekin í rekstur skömmu fyrir 1950. Áhrif af enduruppbyggingu virkjunarinnar á vatnafar árinnar eru, sem og áhrif á vatnalíf, nokkuð neikvæð. Með mótvægisaðgerðum sem einkum felast í að tryggja lágmarksrennsli í farvegi neðan stíflu er ekki líklegt að að framkvæmdin hafi umtalsverð umhverfisáhrif. Um möguleika til fiskiræktar og áhrif á dýralíf árinnar er fjallað í fyrirspurn um matsskyldu endurbyggingar Gönguskarðsárvirkjunar (Verkís 2015). Sú umfjöllun byggir m.a. á skýrslu Laxfiska ehf. um seiðarannsókn sem framkvæmd var 2014 og fulltrúi landeiganda Tungu hefur fengið sent eintak af þeirri skýrslu. Þar kemur fram að ekki er útilokað að nýta ána til fiskræktar þó virkjun verði aftur sett í gang.

Í fjórða lagi telur landeigandi að fyrirhugaðar breytingar og framkvæmdir geti lækkað verðmæti jarðarinnar Tungu í Gönguskörðum. Má þar einkum nefna að nýtingarréttindi jarðarinnar skerðast.
Svar:
Sé uppi ágreiningur um hugsanlega verðrýrnunar jarðarinnar vegna umræddrar framkvæmdar þá kemur til kasta Orkustofnunar að koma viðkomandi ágreiningi í úrlausnarfarveg, sbr. 4. gr. raforkulaga. Náist ekki saman með virkjunaraðila og eiganda viðkomandi réttinda er gert ráð fyrir eignarnámi þeirra. Um framkvæmd eignarnáms og fjárhæð eignarnámsbóta fer skv. almennum reglum. Felur það m.a. í sér að mælt yrði fyrir um bætur vegna hinnar meintu virðisrýrnunar sem eigandi jarðarinnar telur að hljótist af umræddri virkjun. Með vísan til þessa þá sýnist það ekki verkefni skipulagsyfirvalda að fjalla um hina meintu virðisrýrnun. Getur jarðareigandi gætt sinna hagsmuna hvað þetta varðar á síðari stigum, þ.e. áður en til veitingar virkjanaleyfis kæmi.

2) Þorbjörgu Ágústsdóttur fh. Fjáreigendafélags Sauðárkróks.
Bréfritari óttast að athafnasvæði fjárréttar á Nöfum verði skert og að ekki sé hægt að samþykkja jarðrask né varanlegar framkvæmdir sem hefta beitiland og aðgang að útivistar- og berjalandi.

Svar:
Varðandi athugasemd fjáreigendafélags þá eru framkvæmdaraðilarnir allir af vilja gerðir til að reyna að lágmarka óþægindin sem jarðraskinu við gröft og lagningu aðrennslispípu fylgir. Samráði þessara aðila verði komið á til að jarðraski við réttina verði utan helsta notkunartíma hennar. Þá verður gengið frá landi og rétt eftir framkvæmdir þannig að það verði sem næst fyrra horfi. Að framkvæmdum loknum verður aðrennslispípa virkjunarinnar niðurgrafin og á því ekki að takmarka aðgengi að svæðum nefndum í bréfi á neinn hátt.

Niðurstaða:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessi tillaga að Aðalskipulagsbreytingu verði samþykkt og send Skipulagsstofnun sem birti staðfestingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Tillagan er dagsett 23.01.2015 og er breyting á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfestu 25.05.2012. Tillagan ber heitið Gönguskarðsárvirkjun Aðrennslisgöng og nýtt stöðvarhús."

Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.

Ofangreind tillaga að Aðalskipulagsbreytingu borin undir atkvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

13.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Þannig bókað á 695. fundi byggðarráðs 7. maí 2015

"Málið áður á dagskrá 686. fundi byggðarráðs þann 5. febrúar 2015. Ingvar Páll Ingvarsson verkefnisstjóri á veitu- og framkvæmdasviði sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að una úrskurði Óbyggðanefdar sem kveðinn var upp þann 19.12.2014 um Staðarafrétt og Skálahnjúk, mál númer 1/2013."

Afgreiðsla byggðarráðs borin undir atvæði og samþykkt með níu atkvæðum.

13.1.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála

Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

13.2.Geldingaholt 146028 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1504150Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

13.3.Skólastjóri Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 1502244Vakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

14.Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 29

Málsnúmer 1505003FVakta málsnúmer

Fundargerð 29. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs.

14.1.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita

Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 17. fundar veitunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

14.2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 17. fundar veitunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

15.Veitunefnd - 17

Málsnúmer 1504013FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

15.1.Hreinsunarátak 2015

Málsnúmer 1504170Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

15.2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.

Málsnúmer 1410080Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

15.3.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

15.4.Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.

Málsnúmer 1410192Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

15.5.Samgönguáætlun 2013 til 2016 - framlög til sjóvarna í Skagafirði

Málsnúmer 1504127Vakta málsnúmer

Viggó Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 109. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með átta atkvæðum.

16.Byggðarráð Skagafjarðar - 695

Málsnúmer 1505004FVakta málsnúmer

Fundargerð 695. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

16.1.Samningur til styrktar útgáfu á Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 1503284Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

16.2.Félagsheimilið Árgarður - umsóknir um rekstur

Málsnúmer 1504086Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

16.3.Ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1504024Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 18

Málsnúmer 1504014FVakta málsnúmer

Fundargerð 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson, Stefán Vagn Stefánsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Gunnsteinn Björnsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásta Björg Pálmadóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, kvöddu sér hljóðs.

17.1.Ráðstefna um skólabyggingar 21. maí

Málsnúmer 1505031Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.2.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.3.Rekstrarupplýsingar 2015

Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1505047Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.5.Þjóðlendukröfur á Norðvesturlandi

Málsnúmer 1201163Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 11 Samþykkt samhljóða.

17.6.Skagaheiði - sýslumörk

Málsnúmer 1211204Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.7.Fundarboð um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglu ESS

Málsnúmer 1505032Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 695. fundar byggðaráðs staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.8.Úttekt á búsetuskilyrðum

Málsnúmer 1504206Vakta málsnúmer

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir fulltrúi Skagafjarðarlista, tók til máls og lagð fram eftirfarandi tillögu um könnun á launakjörum Skagfirðinga.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að fela Atvinnu, menningar og kynningarnefnd að láta hraða þeirri vinnu um að láta framkvæma könnun á launakjörum Skagfirðinga samanborið við launakjör í sambærilegum sveitarfélögum og höfuðborgarsvæðinu. Verði það unnið í kjölfar könnunar á búsetuskilyrðum fólks þar sem m.a. er verið að leita skýringa á fólksfækkun á svæðinu.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir
Gunnsteinn Björnsson
Sigríður Svavarsdóttir
Bjarni Jónsson

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.9.Skil ársreiknings 2014

Málsnúmer 1504263Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.10.Vefsvæði um endurskoðun kosningalaga

Málsnúmer 1504139Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.11.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.12.Aðalfundur Landkerfis bókasafna 2015

Málsnúmer 1504262Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.13.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2014

Málsnúmer 1504270Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.14.Skörðugil 146065 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1504183Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.15.Skálá 146583 - Umsagnarbeiðini vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1504187Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.16.Laun vinnuskóla og V.I.T. sumarið 2015

Málsnúmer 1504081Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.17.Beiðni um viðræður - Glaumbæjarkirkja

Málsnúmer 1504146Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.18.Beiðni um fund v/skipulagsmála

Málsnúmer 1504083Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 694. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.19.Grenjavinnsla - vetrar- og vorveiði á ref

Málsnúmer 1503083Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 178. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.20.Marbæli 146058 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 1504085Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.21.Molastaðir 146862 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1504255Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.22.Langhús 146848 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 1504253Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

17.23.Deplar 146791 - Deiliskipulag

Málsnúmer 1409071Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 15 Samþykkt samhljóða.

17.24.Deplar (146791) - Aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 1409178Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 Samþykkt samhljóða.

17.25.Gönguskarðsárvirkjun - deiliskipulag

Málsnúmer 1501262Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 Samþykkt samhljóða.

17.26.Gönguskarðsárvirkjun - Aðalskipulagssbreyting

Málsnúmer 1501261Vakta málsnúmer

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 12 Samþykkt samhljóða.

18.Skipulags- og byggingarnefnd - 272

Málsnúmer 1504007FVakta málsnúmer

Fundargerð 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Viggó Jónsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

18.1.Ársreikningur 2014 - Fjallskilasjóður Hrolleifsdals

Málsnúmer 1504044Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 178. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

18.2.Fjallskilamál Hofsóss og Unadals

Málsnúmer 1504247Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 178. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

19.Byggðarráð Skagafjarðar - 694

Málsnúmer 1504015FVakta málsnúmer

Fundargerð 694. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 326. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

19.1.Refa- og minkaeyðing árið 2015

Málsnúmer 1504217Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 178. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.Landbúnaðarnefnd - 178

Málsnúmer 1504012FVakta málsnúmer

Fundargerð 178. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.

20.1.Fjáhagsaðstoð Trúnaðarbók 2015

Málsnúmer 1502002Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.2.Kerrustyrkur fyrir Dagforeldra í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Málsnúmer 1505015Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.3.Umsókn um endurnýjun á leyfi til dagvistunar í heimahúsi.

Málsnúmer 1503325Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.4.Samningar við GSS - Golfklúbb Sauðárkróks

Málsnúmer 1505014Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.5.Forvarnarstefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Málsnúmer 1504082Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

20.6.Kosning varaformanns félags- og tómstundanefndar.

Málsnúmer 1505041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 220. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

21.Félags- og tómstundanefnd - 220

Málsnúmer 1505001FVakta málsnúmer

Fundargerð 220. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 327. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Bjarki Tryggvason kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.

21.1.Tillaga að breytingu á fyrirkomulagi reksturs upplýsingamiðstöðvar landshlutans í Varmahlíð

Málsnúmer 1412041Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 327. fundi sveitarstjórnar 13. maí 2015 með níu atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:43.