Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

109. fundur 20. apríl 2015 kl. 15:00 - 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Einar Þorvaldsson ritari
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Áætluð viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnasjóða 2015-2018

Málsnúmer 1504077Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn minnisblað frá stjórn Hafnarsambandi Íslands til Innanríkisráðherra varðandi áætlaða viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafnarsjóða.
Í febrúar og mars framkvæmdi Hafnasamband Íslands könnun á viðhalds- og nýframkvæmdaþörf hafna innan sambandsins.
Samkvæmt niðurstöðun könnunarinnar er áætlaður viðhaldskostnaður hafna á árunum 2015 til 2018 um 4,4 milljarðar og nýframkvæmdaþörf á sama árabili um 18,6 milljarðar.
Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir orð stjórnar Hafnasambandsins og vonast til að tekið verði tillit til þeirra hafnarframkvæmda sem nauðsynlegar eru á næstu árum í fjárlagagerð ríkissjóðs fyrir næsta ár.

2.Smábátahöfn á Hofsósi

Málsnúmer 1504128Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn tilboð frá KrÓla ehf í nýjar flotbryggjueiningar á Hofsósi.
Tilboðið gerir ráð fyrir 3 x 6m einingum sem festar eru með Seaflex ankerum, samskonar búnaði og notaður er á flotbryggjur á Sauðárkróki. Kostnaður við nýjar einingar er um 7,5 milljónir m/vsk með uppsetningu.
Á fjárhagsáætlun ársins 2015 er gert ráð fyrir 6 milljónum í flotbryggju á Hofsósi.
Kannaður verður möguleiki á sölu á eldri flotbryggjueiningum til að brúa bilið.
Nefndin samþykkir framkvæmdina ef hún rúmast innan fjárhagsáætlunar.

3.Samgönguáætlun 2013 til 2016 - framlög til sjóvarna í Skagafirði

Málsnúmer 1504127Vakta málsnúmer

Í samgönguáætlun 2013 til 2016 er gert ráð fyrir framkvæmdum vegna sjóvarnargarða á Reykjum á Reykjaströnd og á Hrauni í Fljótum árið 2015 eins og sjá má í samgönguáætlun.
Ekki var gert ráð fyrir framkvæmdunum á fjárhagsáætlun ársins 2015 þar sem ekki barst tilkynning um að framkvæmdirnar hefðu komist inn á samgönguáætlun.
Heildarkostnaður framkvæmdana er um 9,7 milljónir og þar af er hlutur sveitarfélags um 1.200 þús.
Nefndin óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna framkvæmdana.

4.Færsla á hliði á landgang öldubrjóts - beiðni frá bátaeigendum.

Málsnúmer 1410192Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn tilboð frá Vélaverkstæði KS í færslu á gönguhliðum á flotbryggjum á Sauðárkróki.
Sviðsstjóra falið að ganga frá færslu hliðanna á grundvelli tilboðs Vélaverkstæðis KS og tryggja að verkið sé unnið samkvæmt fyrirliggjandi óskum. Verkið verður greitt af rekstrarfé Hafnarsjóðs.

5.Rotaryklúbbur Sauðárkróks - verkefnið Litli-Skógur

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Rætt var um verkefnið Litli - Skógur á vegum Rotaryklúbbs Sauðárkróks.
Sviðstjóra og garðyrkjustjóra falið að funda með Rotary vegna verksins og mögulegar lagfæringar á gömlu sundlauginni. Stefnt er að heildarhönnun á svæðinu í Sauðárgili og kostnaðaráætlun fyrir mögulegar framkvæmdir næstu ára.

6.Fjögurra ára samgönguáætlun 2015-2018 - Umsóknir vegna verkefna í hafnargerð og sjóvörnum.

Málsnúmer 1410080Vakta málsnúmer

Lögð var fram til samþykktar tilkynning frá Vegagerðinni um framlög til Hafnasjóðs Skagafjarðar á samgönguáætlun 2015 til 2018.
Á áætluninni er gert ráð fyrir framlögum frá Ríkissjóði vegna varnargarðs við nýja smábátahöfn á Sauðárkróki.
Hlutur ríkissjóðs í framkvæmdarkostnaði er 60%. Áætlaður heildarkostnaður er 21 milljón.
Umhverfis- og samgöngunefnd staðfestir að Hafnarsjóður er tilbúinn að standa við skuldbindingu sína vegna þessara framkvæmda.

7.Hreinsunarátak 2015

Málsnúmer 1504170Vakta málsnúmer

Ákveðið hefur verið að hreinsunarátak í Skagafirði verði helgina16. til 17. maí nk.
Nefndin hvetur alla íbúa og forsvarsmenn fyrirtækja í Skagafirði að taka höndum saman í að bæta umhverfi okkar.
Verkefnið verður auglýst nánar á næstunni.

Fundi slitið - kl. 16:00.