Styrkbeiðni - Sögusetur íslenska hestsins
Málsnúmer 1505144
Vakta málsnúmerAtvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 19. fundur - 08.06.2015
Lagt fram bréf frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins, dagsett 15. maí 2015, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk á árinu 2015.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins styrk sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði eins starfsmanns frá 1. júní s.l. til loka ágúst 2015, allt að 800.000 kr., sem tekin yrði af fjárhagslið 05890.
Nefndin harmar að ekki hafi fengist styrkur til starfsemi Söguseturs íslenska hestsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu undanfarin 2 ár og leggur til að ný stjórn setursins taki upp viðræður við ráðuneytið að nýju um þau mál.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins styrk sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði eins starfsmanns frá 1. júní s.l. til loka ágúst 2015, allt að 800.000 kr., sem tekin yrði af fjárhagslið 05890.
Nefndin harmar að ekki hafi fengist styrkur til starfsemi Söguseturs íslenska hestsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu undanfarin 2 ár og leggur til að ný stjórn setursins taki upp viðræður við ráðuneytið að nýju um þau mál.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 697. fundar byggðaráðs staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 19. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.