Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Samþykkt að taka mál nr. 1506057 á dagskrá með afbrigðum.
1.Félagsheimilið Árgarður - umsóknir um rekstur
Málsnúmer 1504086Vakta málsnúmer
Hólmfríður Jónsdóttir og Marta María Friðþjófsdóttir, fulltrúar hússtjórnar félagsheimilisins Árgarðs, komu til fundar við nefndina og fóru yfir rekstur hússins og starfsemi. Að loknum umræðum vék Marta María af fundi.
Samþykkt að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til viðræðna við Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur um tímabundinn rekstrarsamning fyrir félagsheimilið Árgarð.
Samþykkt að fela starfsmönnum nefndarinnar að ganga til viðræðna við Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur um tímabundinn rekstrarsamning fyrir félagsheimilið Árgarð.
2.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands
Málsnúmer 1505191Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar gögn frá Aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands sem haldinn var 22. maí sl.
3.Sóknaráætlun Norðurlands vestra - uppbyggingarsjóður 2015
Málsnúmer 1504025Vakta málsnúmer
Kynnt var afgreiðsla umsókna sem Sveitarfélagið Skagafjörður sendi inn í uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra, vegna annars vegar útgáfu göngukorts fyrir framhérað Skagafjarðar og hins vegar vegna gerðar heiðursmerkis tileinkað Hannesi Péturssyni skáldi. Bæði verkefni fengu styrk úr sjóðnum.
4.Stjórnarsetulausn
Málsnúmer 1505153Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sigríði Sigurðardóttir þar sem hún baðst lausnar sem fulltrúi Sveitarfélagsins Skagafjarðar í stjórn Söguseturs íslenska hestsins ses.
Samþykkt að leggja til að Gunnsteinn Björnsson taki sæti aðalmanns í stjórn setursins og Sólborg Una Pálsdóttir sæti varamanns.
Samþykkt að leggja til að Gunnsteinn Björnsson taki sæti aðalmanns í stjórn setursins og Sólborg Una Pálsdóttir sæti varamanns.
5.Styrkbeiðni - Sögusetur íslenska hestsins
Málsnúmer 1505144Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá stjórn Söguseturs íslenska hestsins, dagsett 15. maí 2015, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk á árinu 2015.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins styrk sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði eins starfsmanns frá 1. júní s.l. til loka ágúst 2015, allt að 800.000 kr., sem tekin yrði af fjárhagslið 05890.
Nefndin harmar að ekki hafi fengist styrkur til starfsemi Söguseturs íslenska hestsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu undanfarin 2 ár og leggur til að ný stjórn setursins taki upp viðræður við ráðuneytið að nýju um þau mál.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita Sögusetri íslenska hestsins styrk sem nemur áætlaðri hlutdeild í launakostnaði eins starfsmanns frá 1. júní s.l. til loka ágúst 2015, allt að 800.000 kr., sem tekin yrði af fjárhagslið 05890.
Nefndin harmar að ekki hafi fengist styrkur til starfsemi Söguseturs íslenska hestsins frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu undanfarin 2 ár og leggur til að ný stjórn setursins taki upp viðræður við ráðuneytið að nýju um þau mál.
6.Drög að stefnu í minjavernd
Málsnúmer 1506031Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að nýrri stefnu í minjavernd 2015-2020. Nefndin felur starfsmönnum að senda inn athugasemdir að höfðu samráði við sérfræðinga hjá Byggðasafni Skagfirðinga.
7.Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2015
Málsnúmer 1506057Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf, dagsett 8. júní 2015, frá Kristjáni Jónssyni fyrir hönd Jónsmessuhátíðarnefndar á Hofsósi. Í bréfinu er óskað eftir 500.000 kr. styrk til að halda hátíðina og endurgjaldslausum afnotum af áhaldahúsi og bifreið sveitarfélagsins á Hofsósi á meðan hátíðinni stendur.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar, auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til hátíðarinnar, auk afnota af bifreið og áhaldahúsi á Hofsósi. Kostnaðurinn verður tekinn af fjárhagslið 05710.
Fundi slitið - kl. 17:53.