Fara í efni

Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis

Málsnúmer 1505224

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015

Með dreifibréfi dagsettu 29. maí 2015 vill Umhverfisstofnun vekja athygli á gildandi lögum sem varða skilti utan þéttbýlis og bendir á að auglýsingaskilti utan þéttbýlis þurfa að vera, bæði hvað útlit og staðsetningu varðar, innan þess ramma sem fram kemur í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 og reglugerð 941/2011.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015

Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 283. fundur - 15.02.2016

Málið áður á dagskrá og lagt fram til kynningar á 274 fundi skipulags -og byggingarnefndar 10.6.2015. í bréfi Umhverfisstofnunarinnar dagsettu 22. september 2015 er vakin athygli á því að lítil viðbrögð sveitarfélaga hafi orðið við fyrra bréfi og mikilvægi þess að byggingarfulltrúar fylgist með ólöglegum auglýsingarskiltum í viðkomandi sveitarfélögum og þess gætt að farið sé að gildandi lögum og reglum. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 283. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.