Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Neðri-Ás 2(146478) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1505040Vakta málsnúmer
2.Neðri-Ás 1(146476) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1505039Vakta málsnúmer
Erlingur Garðarsson kt. 100259-3979 eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 1 (landnr. 146476), sækir um leyfi til þess að skipta 3 spildum úr landi jarðarinnar, Neðri-Ás 1, land 1, Neðri-Ás 1, land 2 og Neðri-Ás 1, land 3, samkvæmt framlögðum hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S05 í verki nr. 71592, dags. 24. apríl 2015.
Neðri-Ás 1 land 1 er skógræktarland skv. samningi við Norðurlandsskóga. Á landinu stendur vélageymsla byggð árið 2004 með matsnúmer 227-7081. Neðri-Ás land 2 og Neðri-Ás land 3, sem eru skógarreitir. Einnig er óskað er eftir því að stærð lóðarinnar Neðri-Ás 3 (landnr. 146477) verði skráð samkvæmt hnitamælingu á lóðarmörkum. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Neðri-Ás 1, landnr. 146476. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146476. Einnig skrifar undir erindið Erlingur Viðar Sverrisson kt. 211052-4309, lóðarhafi lóðarinnar Neðri-Ás 3 (landnr. 146477) Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Neðri-Ás 1 land 1 er skógræktarland skv. samningi við Norðurlandsskóga. Á landinu stendur vélageymsla byggð árið 2004 með matsnúmer 227-7081. Neðri-Ás land 2 og Neðri-Ás land 3, sem eru skógarreitir. Einnig er óskað er eftir því að stærð lóðarinnar Neðri-Ás 3 (landnr. 146477) verði skráð samkvæmt hnitamælingu á lóðarmörkum. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Neðri-Ás 1, landnr. 146476. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146476. Einnig skrifar undir erindið Erlingur Viðar Sverrisson kt. 211052-4309, lóðarhafi lóðarinnar Neðri-Ás 3 (landnr. 146477) Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
3.Hólar í Hjaltadal 146440 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1506027Vakta málsnúmer
Erla Björk Örnólfsdóttir rektor Háskólans á Hólum sækir, fh Háskólans á Hólum, um framkvæmdaleyfi vegna uppbyggingar á keppnis- og kennslusvæði hestafræðideildar Háskólans að Hólum. Verkið verður unnið samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum frá Stoð ehf. Verkfræðistofu, uppdrættir nr. S-101 t.o.m S-106 verknúmer 422601. Uppdrættir eru dagsettir 10. maí 2015. Verkið felst í aðalatriðum í fyllingum í áhorfendamanir, gerð kynbótavallar, gerð vegslóða og gönguleiða og gerð malarplana. Fyrir liggur umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra dagsett 5. júní 2015. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt.
4.Hyrna 146216 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1506006Vakta málsnúmer
Jón Kolbeinn Jónsson kt. 200586-3799 lóðarhafi sækir f.h. Annarr Jón Jónsson ehf. kt. 450612-1380, um leyfi til að stofna byggingarreit fyrir tengibyggingu við minkaskála á lóðinni, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 73172, dags. 2. júní 2015. Erindið samþykkt. Viggó Jónsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
5.Krithóll I 146185-Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1506043Vakta málsnúmer
Birna Guðmundsdóttir kt. 010741-3009,eigandi jarðarinnar Krithóls I (landnr. 146185), óskar eftir leyfi til þess að skipta spildu úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S02 í verki nr. 7591, dags. 4. júní 2015. Nafn spildunnar á uppdrættinum er Krithóll I, land 2, landsstærð 32,27 ha. Í umsókn kemur fram að um veiðirétt í Húseyjarkvísl gildi í dag þinglýst samkomulag milli eigenda jarðanna Krithóls I og II, dags. 10. janúar 1997, sem kveður á um að hlunnindin skiptist jafnt á milli jarðanna, og mun það samkomulag gilda áfram. Lögbýlarétturinn vegan Krithóls I mun áfram fylgja landnúmerinu 146185. Ekki liggur fyrir yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um ágreiningslaus landamerki. Erindið samþykkt.
6.Hvammur 146825 - Umsókn um stofnun lóðar
Málsnúmer 1506049Vakta málsnúmer
Ólafur Þór Jóhannsson kt 060454-4779, í umboði landeigenda, sækir um leyfi til að stofna lóð úr landi jarðarinnar Hvamms (146825) líkt og sýnt er á meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 7. apríl 2015 blað S03 verknúmer 10202. Lóðarstærð 45 fermetrar. Erindið samþykkt.
7.Hvammur lóð 1(000003) - Umsókn um byggingareit
Málsnúmer 1506053Vakta málsnúmer
Skagafjarðarveitur, Indriði Þór Einarsson sækir um leyfi fyrir byggingarreit á lóð 1 sem verið er að stofna úr landi Hvamms í Austur- Fljótum. Á lóðinni verður reist dæluhús vegna hitaveitulagnar í Fljótin. Meðfylgjandi uppdrætti sem gerður er hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 7. apríl 2015 blað S03 verknúmer 10202. Fyrir liggur samþykki Ólafs Þórs Jóhannssonar kt 060454-4779 sem hefur umboð eigenda Hvamms. Erindið samþykkt.
8.Mat á umhverfisáhrifum - C flokkur
Málsnúmer 1505230Vakta málsnúmer
Með tölvubréfi dagsettu 29. maí 2015 vekur Skipulagsstofnun athygli á því að þann 1. júní 2015 taka gildi þau ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, sem lúta að hlutverki sveitarstjórna við að taka ákvarðanir um matsskyldu framkvæmda í C-flokki í 1. viðauka laganna. Samkvæmt 4. mgr. 6. gr. laganna ber sveitarstjórn að taka ákvörðun um matsskyldu þeirra framkvæmda sem tilgreindar eru í C- flokki og háðar eru framkvæmda- eða byggingarleyfi sveitarstjórnar.
9.Óheimilar auglýsingar meðfram vegum og annarsstaðar utan þéttbýlis
Málsnúmer 1505224Vakta málsnúmer
Með dreifibréfi dagsettu 29. maí 2015 vill Umhverfisstofnun vekja athygli á gildandi lögum sem varða skilti utan þéttbýlis og bendir á að auglýsingaskilti utan þéttbýlis þurfa að vera, bæði hvað útlit og staðsetningu varðar, innan þess ramma sem fram kemur í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999 og reglugerð 941/2011.
10.Gönguskarðsárvirkjun - Umsögn um matsskyldu
Málsnúmer 1506040Vakta málsnúmer
Með bréfi dagsettu 5. júní 2015 tilkynnir Skipulagsstofnun þá ákvörðun sína að endurbygging Gönguskarðsárvirkjunar skuli ekki háð mati á umhverfsiáhrifum. Framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Vakin er athygli á að samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2015.
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 6
Málsnúmer 1505005FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 6. fundur, haldinn 8. maí 2015 lagður fram til kynningar.
12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 7
Málsnúmer 1505006FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 7. fundur, haldinn 21. maí 2015 lagður fram til kynningar.
13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 08
Málsnúmer 1506002FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 8. fundur, haldinn 28. maí 2015 lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Fram kemur í erindinu að verið er að deiliskipuleggja Neðri-Ás 2, land 3 fyrir frístundabyggð, en innan þess lands eru:
Neðri-Ás 2 lóð landnr. 146479, þar stendur sumarhús með matsnúnerið 214-2911
Neðri-Ás 2 lóð nr. 4 landnr. 187516, þar stendur sumarhús með matsnúmerið 224-4833
Neðri-Ás 2 lóð nr. 5 landnr. 146480, þar stendur sumarhús með matsnúmerið 214-2912
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Neðri-Ás 2, landnr. 146478.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146478. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.