Gönguskarðsárvirkjun - Umsögn um matsskyldu
Málsnúmer 1506040
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 274. fundur - 10.06.2015
Með bréfi dagsettu 5. júní 2015 tilkynnir Skipulagsstofnun þá ákvörðun sína að endurbygging Gönguskarðsárvirkjunar skuli ekki háð mati á umhverfsiáhrifum. Framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Vakin er athygli á að samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála. Kærufrestur er til 6. júlí 2015.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 328. fundur - 24.06.2015
Afgreiðsla 274. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 328. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2015 með níu atkvæðum.