Fara í efni

Sorphirðumál í Hjaltadal - erindi

Málsnúmer 1506108

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 111. fundur - 25.06.2015

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Ingibjörgu Sigurðardóttur vegna Sorphirðumála í Hjaltadal. Í erindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið komi fyrir gámum undir stærra rusl, svo sem timur og járn, svo bændur og aðrir íbúa geti losað sig við sorp sem ekki flokkast undir hefðbundið heimilissorp. Tekið er fram í bréfinu að vegna risjótts veðurfar undanfarna vetur hafi mikið fallið til af ónýtu girðingarefni og öðru rusli sem óæskilegt sé að safnist saman heim á bæjum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að komið verði til móts við óskina með því að leggja til gáma tímabundið í tvo mánuði síðsumars. Nefndin hvetur íbúa til að nýta sér þessa auknu þjónustu. Auglýst verður í Sjónhorninu áður en gámum verður komið fyrir. Sviðstjóra falið að hafa samband við OK Gámaþjónustu vegna þessa.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015

Afgreiðsla 111. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 329. fundi sveitarstjórnar 6.júlí 2015 með átta atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 112. fundur - 21.08.2015

Á síðasta fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var samþykkt að verða við beiðni um að koma tímabundið fyrir timbur- og járnagámi í Hjaltadal. Gámunum hefur nú verið komið fyrir á gatnamótum Hólavegar og Ásavegar og verða þar út september mánuð. Tilkynningu vegna gámanna hefur verið dreift á bæi við Ásaveg og Hólaveg.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.