Sorphirðumál í Hjaltadal - erindi
Málsnúmer 1506108
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015
Afgreiðsla 111. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 329. fundi sveitarstjórnar 6.júlí 2015 með átta atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 112. fundur - 21.08.2015
Á síðasta fundi Umhverfis- og samgöngunefndar var samþykkt að verða við beiðni um að koma tímabundið fyrir timbur- og járnagámi í Hjaltadal. Gámunum hefur nú verið komið fyrir á gatnamótum Hólavegar og Ásavegar og verða þar út september mánuð. Tilkynningu vegna gámanna hefur verið dreift á bæi við Ásaveg og Hólaveg.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015
Afgreiðsla 112. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að komið verði til móts við óskina með því að leggja til gáma tímabundið í tvo mánuði síðsumars. Nefndin hvetur íbúa til að nýta sér þessa auknu þjónustu. Auglýst verður í Sjónhorninu áður en gámum verður komið fyrir. Sviðstjóra falið að hafa samband við OK Gámaþjónustu vegna þessa.