Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Fyrsta og annan lið fundar sat Einar Ágúst Gíslason, nýráðinn eftirmaður Gunnars Steingrímssonar í stöðu yfirhafnarvarðar. Einar hefur tekið til starfa en mun taka formlega við stöðu yfirhafnarvarðar í haust. Nefndarmenn buðu Einar velkominn til starfa.
1.Beiðni um uppsetningu bátadælu við Sauðárkrókshöfn
Málsnúmer 1505081Vakta málsnúmer
Tekinn var fyrir tölvupóstur frá Skeljungi hf þar sem kemur fram að fyrirtækið hafi hug á að setja upp sjálfsafgreiðsludælu fyrir smærri báta á Sauðárkrókshöfn. Spurt er um staðsetningu á slíkri dælu og minnst á vestur enda suðurbryggju sem mögulega staðsetningu.
Sviðtjóra falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf.
Sviðtjóra falið að koma með tillögu að staðsetningu í samráði við hafnarstarfsmenn og Skeljung hf.
2.Fundagerðir Hafnasambands Ísl. 2015
Málsnúmer 1501006Vakta málsnúmer
Lögð var fram til kynningar 375. fundargerð Hafnasambands Íslands.
Nefndin tekur undir bókun Hafnasambandsins þar sem það skorar á innanríkisráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um að auka framlög til framkvæmda í höfnum.
Nefndin tekur undir bókun Hafnasambandsins þar sem það skorar á innanríkisráðherra og umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis um að auka framlög til framkvæmda í höfnum.
3.Sorphirðumál í Hjaltadal - erindi
Málsnúmer 1506108Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn erindi frá Ingibjörgu Sigurðardóttur vegna Sorphirðumála í Hjaltadal. Í erindinu er óskað eftir því að Sveitarfélagið komi fyrir gámum undir stærra rusl, svo sem timur og járn, svo bændur og aðrir íbúa geti losað sig við sorp sem ekki flokkast undir hefðbundið heimilissorp. Tekið er fram í bréfinu að vegna risjótts veðurfar undanfarna vetur hafi mikið fallið til af ónýtu girðingarefni og öðru rusli sem óæskilegt sé að safnist saman heim á bæjum.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að komið verði til móts við óskina með því að leggja til gáma tímabundið í tvo mánuði síðsumars. Nefndin hvetur íbúa til að nýta sér þessa auknu þjónustu. Auglýst verður í Sjónhorninu áður en gámum verður komið fyrir. Sviðstjóra falið að hafa samband við OK Gámaþjónustu vegna þessa.
Umhverfis- og samgöngunefnd þakkar fyrir erindið og leggur til að komið verði til móts við óskina með því að leggja til gáma tímabundið í tvo mánuði síðsumars. Nefndin hvetur íbúa til að nýta sér þessa auknu þjónustu. Auglýst verður í Sjónhorninu áður en gámum verður komið fyrir. Sviðstjóra falið að hafa samband við OK Gámaþjónustu vegna þessa.
4.Erindi varðandi umgengni nokkurra staða í sveitarfélaginu.
Málsnúmer 1506114Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir fundinn bréf frá Ragnheiði Baldursdóttur, Víðihlíð 17 á Sauðárkróki. Efni bréfsins var almenn umgengni nokkura staða í Sveitarfélaginu.
Nefndin þakkar ábendingar bréfritara og hefur hún brugðist við innan þeirrar heimilda sem nefndinni eru sett. Nefndin hvetur íbúa Sveitarfélagsins til að huga betur að ásýnd síns nánasta umhverfis.
Nefndin þakkar ábendingar bréfritara og hefur hún brugðist við innan þeirrar heimilda sem nefndinni eru sett. Nefndin hvetur íbúa Sveitarfélagsins til að huga betur að ásýnd síns nánasta umhverfis.
5.Flokkun sorps - bæklingur
Málsnúmer 1506041Vakta málsnúmer
Rætt var almennt um það með hvaða hætti skerpa mætti á reglum varðandi flokkun sorps og hvernig hvetja megi íbúa til að gera enn betur varðandi flokkun og frágang á sorpi.
Nefndin leggur til að lagðir verði fjármunir á fjárhagsáætlun næsta árs í aukna kynningu og útbreiðslu á flokkun og frágangi á sorpi.
Nefndin leggur til að lagðir verði fjármunir á fjárhagsáætlun næsta árs í aukna kynningu og útbreiðslu á flokkun og frágangi á sorpi.
6.Borgartún 2 - endurskoðun á yfirferðarétti
Málsnúmer 1506052Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir nefndina bréf frá Skátafélaginu Eilífsbúum varðandi yfirferðarrétt við eignina Borgartún 2.
Í bréfinu er bent á að vegna aðstæðna á lóðinni geti skapast hætta vegna bílaumferðar annars vegar og gangandi vegfarenda hinsvegar innan lóðarinnar. Bent er á mögulega lausn með því að útbúa nýja innkeyrslu á lóðina.
Nefndin vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
Í bréfinu er bent á að vegna aðstæðna á lóðinni geti skapast hætta vegna bílaumferðar annars vegar og gangandi vegfarenda hinsvegar innan lóðarinnar. Bent er á mögulega lausn með því að útbúa nýja innkeyrslu á lóðina.
Nefndin vísar erindinu til skipulags- og bygginganefndar.
7.Verklegar framkvæmdir 2015
Málsnúmer 1506143Vakta málsnúmer
Farið var yfir stöðu verklegra framkvæmda almennt sem viðkoma umhverfis- og samgöngunefnd.
Fundi slitið - kl. 17:00.