Fyrirspurn til forseta sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigríðar Svavarsdóttur og formanns veitunefndar, Gísla Sigurðssonar varðandi notendur og sölu á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum.
Undirrituð óska eftir að leggja fram þessa fyrirspurn og fá skrifleg svör við eftirfarandi spurningum á næsta fundi sveitarstjórnar 24. júní nk.
1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016?
d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn?
e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofnangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015?
e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn?
f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar óskar bókað: Vegna fyrirspurnar um notendur og sölu á heitu og köldu vatni, þá er gjaldskrá Skagafjarðarveitna gefin upp í rúmmetrum en ekki tonnum eins og fyrirspurnin hljóðaði, þar af leiðandi miðast svör við rúmmetra en ekki tonn.
Gísli Sigurðsson óskar bókað: Hluti af umbeðum upplýsingum flokkast sem trúnaðarmál og bókast í trúnaðarbók.
Svar við fyrirspurn varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum
Í meðfylgjandi yfirliti má finna svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum árið 2014. Hér að neðan eru fyrirspurnirnar ásamt svörum þar sem vísað er í meðfylgjandi yfirlit þar sem við á.
1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið? Vísað er í yfirlit I og III sem færð eru í trúnaðarbók. b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu? Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun. c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016? Já d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn? Hólalax og líklegt er að fiskþurrkun við Skarðseyri fari yfir 100.000m3 á árinu 2016 sé miðað við upplýsingar frá rekstraraðila og notkun það sem af er ári 2015. Heildarmagn er óljóst.
e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015? Þar sem heildarmagn er óljóst er ekki hægt að áætla heildargreiðslur fyrir árið 2016. Samkvæmt drögum að gjaldskrá fengi notandinn 70% afslátt af heitu vatni ef umsókn þess efnis berst frá notanda.
2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu. Allir notendur á köldu vatni greiða vatnsgjald samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar. Auk þess er mæld notkun hjá stórnotendum (um 25 veitur) sem greiða ákveðið gjald pr. m3 umfram vatnsgjald.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið? Vísað er í yfirlit II og IV sem færð eru í trúnaðarbók.
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá? Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið? Mæld notkun var um 356.000m3. Heildargreiðslur sveitarfélagsins til Skagafjarðarveitna eru 19.500.000 samkvæmt mældri notkun og hemlanotkun. b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið? Vísað er í yfirlit V sem fært er í trúnaðarbók. c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu? Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun. d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015? Nei e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn? Á ekki við. f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015? Á ekki við.
4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið? Notkun var um 34.700m3 og heildargreiðslur um 663.000. b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið? Vísað er í yfirlit VI sem fært er í trúnaðarbók. c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá? Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og leggur fram bókun: Þökkum fyrir svör við fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni. Svörin fela í sér mikilvægar upplýsingar til sveitarstjórnarfulltrúa svo að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um gjaldskrá Skagafjarðarveitna og þær grundvallarbreytingar sem verið er að leggja til s.s. nýtt afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og mögulega sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar geti kynnt sér gögn og upplýsingar og tekið ákvörðun á forsendum meðalhófs og jafnræðis. Fullnægjandi gögn um þær forsendur sem meirihlutinn grundvallar tillögur sínar á voru ekki lagðar fram í veitunefnd eða byggðaráði.
Stefán Vagn Stefánsson leggur fram bókun: Umrædd gjaldskrárbreyting hefur ítrekað verið rædd í Veitunefnd og engum gögnum verið haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum né fulltrúum minnihluta í Veitunefnd. Mikil vinna og yfirlega liggur að baki þessarar niðurstöðu sem hér hefur verið lögð fram.
Fyrirspurn til forseta sveitarstjórnar sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigríðar Svavarsdóttur og formanns veitunefndar, Gísla Sigurðssonar varðandi notendur og sölu á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum.
Undirrituð óska eftir að leggja fram þessa fyrirspurn og fá skrifleg svör við eftirfarandi spurningum á næsta fundi sveitarstjórnar 24. júní nk.
1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016?
d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn?
e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofnangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015?
e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn?
f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Virðingarfyllst
Bjarni Jónsson, oddviti Vinstri grænna og óháðra
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.
Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar óskar bókað:
Vegna fyrirspurnar um notendur og sölu á heitu og köldu vatni, þá er gjaldskrá Skagafjarðarveitna gefin upp í rúmmetrum en ekki tonnum eins og fyrirspurnin hljóðaði, þar af leiðandi miðast svör við rúmmetra en ekki tonn.
Gísli Sigurðsson óskar bókað:
Hluti af umbeðum upplýsingum flokkast sem trúnaðarmál og bókast í trúnaðarbók.
Svar við fyrirspurn varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum
Í meðfylgjandi yfirliti má finna svör við þeim spurningum sem lagðar voru fyrir varðandi notendur á heitu og köldu vatni hjá Skagafjarðarveitum árið 2014. Hér að neðan eru fyrirspurnirnar ásamt svörum þar sem vísað er í meðfylgjandi yfirlit þar sem við á.
1. Varðandi notendur og sölu á heitu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur/notendur á heitu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu þeir hver um sig mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit I og III sem færð eru í trúnaðarbók.
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
c) Er áætlað að einhverjir notendur á heitu vatni fari yfir 100.000 tonn á árinu 2016?
Já
d) Ef svo er hvaða fyrirtæki og hve mikið magn?
Hólalax og líklegt er að fiskþurrkun við Skarðseyri fari yfir 100.000m3 á árinu 2016 sé miðað við upplýsingar frá rekstraraðila og notkun það sem af er ári 2015. Heildarmagn er óljóst.
e) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
Þar sem heildarmagn er óljóst er ekki hægt að áætla heildargreiðslur fyrir árið 2016. Samkvæmt drögum að gjaldskrá fengi notandinn 70% afslátt af heitu vatni ef umsókn þess efnis berst frá notanda.
2. Varðandi notendur og sölu á köldu vatni, að sveitarfélaginu og stofnunum þess undanskyldu.
Allir notendur á köldu vatni greiða vatnsgjald samkvæmt samþykktum sveitarstjórnar.
Auk þess er mæld notkun hjá stórnotendum (um 25 veitur) sem greiða ákveðið gjald pr. m3 umfram vatnsgjald.
a) Hverjir eru 20 stærstu kaupendur á köldu vatni frá Skagafjarðarveitum og hvað keyptu/nýttu þeir hver um sig mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit II og IV sem færð eru í trúnaðarbók.
b) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessara aðila á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
3. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á heitu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Mæld notkun var um 356.000m3.
Heildargreiðslur sveitarfélagsins til Skagafjarðarveitna eru 19.500.000 samkvæmt mældri notkun og hemlanotkun.
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu mest og hve mikið af heitu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit V sem fært er í trúnaðarbók.
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á heitu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá Hitaveitu?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
d) Er áætlað að einhverjar stofnanir fari yfir 100.000 tonn á árinu 2015?
Nei
e) Ef svo er hvaða stofnanir og hve mikið magn?
Á ekki við.
f) Hve mikið yrði þá greitt fyrir ofangreinda vatnsnotkun miðað við drög að breyttri gjaldskrá frá 18. fundi veitunefndar 8. júní 2015?
Á ekki við.
4. Varðandi notkun sveitarfélagsins sjálfs og stofnana þess á köldu vatni.
a) Hver var notkun sveitarfélagsins í heild árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Notkun var um 34.700m3 og heildargreiðslur um 663.000.
b) Hvaða 20 stofnanir keyptu/nýttu mest og hve mikið af köldu vatni árið 2014 í tonnum og krónum talið?
Vísað er í yfirlit VI sem fært er í trúnaðarbók.
c) Liggja fyrir áætlanir um notkun þessa stofnana á köldu vatni árið 2015 og hve mikið í tonnum talið, og í upphæðum miðað við núverandi gjaldskrá?
Áætlanir Skagafjarðarveitna fyrir árið 2015 miðast við notkun árs 2014. Komi inn ný veitusvæði eða stórnotendur er tekið tillit til þess í fjárhagsáætlun.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og leggur fram bókun:
Þökkum fyrir svör við fyrirspurn um notendur og sölu á heitu og köldu vatni. Svörin fela í sér mikilvægar upplýsingar til sveitarstjórnarfulltrúa svo að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um gjaldskrá Skagafjarðarveitna og þær grundvallarbreytingar sem verið er að leggja til s.s. nýtt afsláttarákvæði fyrir stórnotendur og mögulega sprota- og nýsköpunarfyrirtæki. Mikilvægt er að sveitarstjórnarfulltrúar geti kynnt sér gögn og upplýsingar og tekið ákvörðun á forsendum meðalhófs og jafnræðis. Fullnægjandi gögn um þær forsendur sem meirihlutinn grundvallar tillögur sínar á voru ekki lagðar fram í veitunefnd eða byggðaráði.
Bjarni Jónsson, oddviti vinstri grænna og óháðra.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs.
Stefán Vagn Stefánsson leggur fram bókun:
Umrædd gjaldskrárbreyting hefur ítrekað verið rædd í Veitunefnd og engum gögnum verið haldið frá sveitarstjórnarfulltrúum né fulltrúum minnihluta í Veitunefnd. Mikil vinna og yfirlega liggur að baki þessarar niðurstöðu sem hér hefur verið lögð fram.