Fara í efni

Raftahlíð 19 - Umsókn um leyfi fyrir garðhúsi og setlaug

Málsnúmer 1506189

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 10. fundur - 03.07.2015

Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Ólafs Björnssonar kt. 190660-5169 og Guðbjargar Sigurbjörnsdóttur kt. 130367-3569, dagsett 23 júní 2015. Umsókn um leyfi til að setja niður setlaug á lóðinni nr. 19 við Raftahlíð, ásamt því að byggja 9,7 fm. garðhús og stækka verönd. Meðfylgjandi gögn, móttektin 24. júní 2015 gera grein staðsetningu setlaugar og fyrirhuguðum framkvæmdum . Fyrir liggur undirritað samþykki eigenda aðliggjandi raðhúss nr. 19 við Raftahlíð um staðsetningu garðhúss, dagsett 23. Júní 2015. Byggingarleyfi samþykkt.
Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi:
Setlaugar á lóðum íbúðarhúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Tryggt skal að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.