Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Raftahlíð 19 - Umsókn um leyfi fyrir garðhúsi og setlaug
Málsnúmer 1506189Vakta málsnúmer
2.Jöklatún 24 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1506187Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn Guðrúnar B. Guðmundsdóttur kt. 170358-5389, dagsett 10. júní 2015. Umsókn um leyfi til að leyfi til að reisa girðingu á lóðinni nr. 24 við Jöklatún. Hluti girðingar verður á norðari lóðarmörkum sem snúa að opnu svæði sveitarfélagsins.
Mesta hæð girðingar verður 180 cm en sá hluti girðingar sem þegar er á lóðarmörkum verður óbreytt. Meðfylgjandi gögn, móttektin 10. Júní 2015 gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Leyfi samþykkt.
Mesta hæð girðingar verður 180 cm en sá hluti girðingar sem þegar er á lóðarmörkum verður óbreytt. Meðfylgjandi gögn, móttektin 10. Júní 2015 gera grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum. Leyfi samþykkt.
3.Syðra Skörðugil 188285 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1506148Vakta málsnúmer
Tekin fyrir byggingarleyfisumsókn Einars E. Einarssonar kt. 020171-4059 fh. Urðarkattar ehf. kt. 611299-3119, dagsett 19. júní 2015. Umsóknin er um leyfi til að breyta notkun minkahúss mhl. 02 á jörðinni í starfsmannaaðstöðu og skinnaverkun. Framlagðir uppdrættir gerðir á Verkfræðistofunni Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni. Uppdrættir eru í verki númer 7153-5, nr A-101 og A-102, dagsettir 18. júní 2015. Erindið samþykkt.
4.Syðra Skörðugil 188285 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1506149Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn Einars E. Einarssonar kt. 020171-4059 fh. Urðarkattar ehf. kt. 611299-3119, dagsett 19. júní 2015. Umsóknin er um leyfi til að bora eftir köldu neysluvatni til eigin nota. Staðsetning borholu kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðumynd sem dagsett er 19. Júní 2015. Erindi samþykkt.
5.Baldurshagi,Sólvík - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1506151Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 19. júní s.l. þar sem óskað er umsagnar um umsókn Samstarfs ehf. kt. 660500-2940. Umsóknin er um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Veitingastofuna Sólvík Hofsósi, veitingastaður í flokki II. Forsvarsmaður er Dagmar Þorvaldsdóttir kt. 170662-3699. Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Vegna setlauga á lóðum er bent á eftirfarandi:
Setlaugar á lóðum íbúðarhúsa skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær með þegar þær eru ekki í notkun. Barmur setlaugar skal vera a.m.k. 0,40 m yfir göngusvæði umhverfis hana. Brunnlok skulu vera fest og þannig frágengin að börn geti ekki opnað þau. Tryggt skal að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.