Fara í efni

Beiðni um fund v/ flutnings Iðju-hæfingar

Málsnúmer 1507106

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 705. fundur - 13.08.2015

Lagt fram ódagsett bréf en skráð þann 14. júlí 2015 frá aðstandendum hluta notenda Iðjunnar á Sauðárkróki. Óskað er eftir fundi um málefni Iðjunnar s.s. framkvæmdir og flutning í nýtt húsnæði.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hafa samband við forsvarsmann hópsins til að finna hentugan fundartíma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 330. fundur - 19.08.2015

Afgreiðsla 705. fundar byggðaráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 708. fundur - 03.09.2015

Kl. 10:23 var farið úr Ráðhúsi og fundi fram haldið í Furukoti við Sæmundarhlíð
Á fundi byggðarráðs þann 13. ágúst 2015 var lagt fram ódagsett bréf en skráð þann 14. júlí 2015 frá aðstandendum hluta notenda Iðjunnar á Sauðárkróki. Óskað var eftir fundi um málefni Iðjunnar s.s. framkvæmdir og flutning í nýtt húsnæði.
Byggðarráðið fór og hitti hluta bréfritara í framtíðarhúsnæði Iðjunnar, Furukoti við Sæmundarhlíð og framkvæmdirnar kynntar af Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Kl. 11:23 var komið aftur í Ráðhús og fundurinn kláraður þar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 708. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.