Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

708. fundur 03. september 2015 kl. 09:00 - 11:27 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Ásgarður (vestri) 178739 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1508193Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 26. ágúst 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Önnu Þóru Jónsdóttur, kt. 230965-3669, um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Ásgarð vestari, 551 Sauðárkróki. Óskað er eftir veitingaleyfi, flokkur II, til eins árs, en fyrir er gistileyfi flokkur III sem gildir til 25. september 2018.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 1509005Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2015 varðandi árlega fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem verður haldin fimmtudaginn 24. september og föstudaginn 25. september á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórn, sveitarstjóri og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sæki ráðstefnuna.

3.Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2015 - leiðrétting v. launa o.fl.

Málsnúmer 1509011Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2015 að upphæð 16.710.000 kr. vegna launabreytinga.
Samtals eru þessar launaleiðréttingar að upphæð 68.100.000 kr. Í fjárhagsáætlun ársins var búið að gera ráð fyrir launahækkunum að hluta og er sú upphæð 51.390.000 kr. sem gengur á móti framangreindum launaleiðréttingum. Gera þarf viðauka sem nemur mismuninum, 16.710.000 kr.

Einnig er í þessum viðauka flutt til fjármagn milli málaflokka vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Áætlun ársins 2015 er flutt af málaflokki 08100 og á málaflokk 03220. Samtals 5.508.000 kr.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

4.Leiðrétting launa vegna breytinga skv. kjarasamningum

Málsnúmer 1509026Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að breyta launaáætlun ársins 2015 um 16.710.000 kr. til hækkunar. Annars vegar er um að ræða breytingu vegna umsamdrar endurskoðunar og leiðréttingar starfsmats á störfum félagsmanna Öldunnar stéttarfélags og Kjalar frá 1. maí 2014 til 31. desember 2015, samtals 38.000.000 kr. Hins vegar hækkun kennaralauna eftir að vinnumat var samþykkt í maí s.l., samtals 30.100.000 kr. Launabreytingarnar vega þyngst í málaflokki fræðslumála, 48.150 þús.kr., málflokki félagsþjónustu, 10.770 þús.kr og málaflokki æskulýðs- og íþróttamála, 5.600 þús.kr.

Samtals eru þessar launaleiðréttingar að upphæð 68.100.000 kr. Í fjárhagsáætlun ársins var búið að gera ráð fyrir launahækkunum að hluta og er sú upphæð 51.390.000 kr. sem gengur á móti framangreindum launaleiðréttingum. Nettó eru breytingarnar 16.710.000 kr.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

5.Móttaka flóttafólks

Málsnúmer 1509017Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir fullum vilja sínum til að taka þátt í því mikilvæga og aðkallandi verkefni er viðkemur komu flóttamanna frá Sýrlandi til Íslands.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja sig í samband við fulltrúa velferðarráðuneytisins og fá nánari upplýsingar um verkefnið og kanna með hvaða hætti Sveitarfélagið Skagafjörður getur orðið að liði og kynna fyrir ráðinu á næsta fundi þess.
Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög að gera slíkt hið sama.

6.Staða og breytingar á heilbrigðisþjónustu í Skagafirði

Málsnúmer 1509016Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir þungum áhyggjum af stöðu og þróun heilbrigðismála í Skagfirði en enn virðist fækka störfum á stofnuninni og þjónusta við íbúana er skert þrátt fyrir fögur loforð um eflingu og styrkingu stofnunarinnar í kjölfar sameiningar heilbrigðisstofnanna á Norðurlandi. Því miður virðist það vera að þær áhyggjur sem byggðarráð hafði varðandi áhrif slíkrar sameiningar á þjónustu við íbúa í Skagafirði séu að rætast. Enn hefur ekki verið skipað í ráðgefandi stjórn stofnunarinnar sem m.a. fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra tilnefndu í, sem átti m.a. að hafa það hlutverk að fylgjast með þróun og árangri sameiningarinnar og vera tengiliður sveitarfélaganna inn í stjórn stofnunarinnar. Nú síðast hefur verið tilkynnt í héraðsmiðlum að símsvörun verði færð frá stofnuninni til Læknavaktarinnar ehf. í Kópavogi sem er enn eitt dæmið um tilflutning starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar með tilheyrandi þjónustuskerðingu fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Samkvæmt viðtali við framkvæmdastjóra Læknavaktarinnar ehf. þarf að bæta við hjúkrunarfræingum til að sinna þeim verkefnum sem fyrirtækið er að taka við. Byggðarráð furðar sig á því að þessi starfsemi skuli ekki vera byggð upp á landsbyggðinni í tengslum við heilbrigðisstofnanirnar þar.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja sig í samband við framkvæmdarstjóra stofnunarinnar og óska eftir að fá hann á fund ráðsins til að ræða um stöðu stofnunarinnar, þá reynslu sem komin er af sameiningunni og kalla eftir framtíðarsýn fyrir stofnunina á Sauðárkróki. Einnig er sveitarstjóra falið að senda heilbrigðisráðherra og þingmönnum kjördæmisins framangreinda bókun.

7.Landsnet hf. - Kerfisáætlun 2015-2024

Málsnúmer 1507086Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir lengri fresti til að senda inn athugasemdir og ábendingar við kerfisáætlun 2015-2024 og umhverfisskýrslu Landsnets hf.
Kl. 10:23 var farið úr Ráðhúsi og fundi fram haldið í Furukoti við Sæmundarhlíð

8.Beiðni um fund v/ flutnings Iðju-hæfingar

Málsnúmer 1507106Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 13. ágúst 2015 var lagt fram ódagsett bréf en skráð þann 14. júlí 2015 frá aðstandendum hluta notenda Iðjunnar á Sauðárkróki. Óskað var eftir fundi um málefni Iðjunnar s.s. framkvæmdir og flutning í nýtt húsnæði.
Byggðarráðið fór og hitti hluta bréfritara í framtíðarhúsnæði Iðjunnar, Furukoti við Sæmundarhlíð og framkvæmdirnar kynntar af Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
Kl. 11:23 var komið aftur í Ráðhús og fundurinn kláraður þar.

9.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNV frá 19. og 25. ágúst 2015.

Fundi slitið - kl. 11:27.