Fara í efni

Þjóðarsáttmáli um læsi

Málsnúmer 1507185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 705. fundur - 13.08.2015

Erindi frá mennta- og menningarráðuneyti um samstarfsverkefni ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtökunum Heimili og skóli; "Þjóðarsáttmáli um læsi". Lagt er til að gerður verður þjóðarsáttmáli um læsi, þess efnis að öll börn lesi sér til gagns við útskrift úr grunnskóla.Til að ná fram markmiðum um þjóðarsáttmála um læsi býður mennta- og menningarmálaráðherra öllum bæjar- og sveitarstjórum landsins að undirrita Þjóðaráttmála um læsi þar sem aðilar samningsins, ríki og sveitarfélög, skuldbinda sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu enda verði ráðgjöf og þjónusta vegna verkefnisins sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita sáttmálann fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð minnir á bókun ráðsins frá 9. júlí s.l. þar sem segir meðal annars: "Byggðaráð Skagafjarðar fagnar fyrirhuguðu átaki til að efla læsi, en gagnrýnir að öll 11 ný störf ráðgjafa og teymisstjóra við innleyðingu aðgerða til eflingar læsis sem Námsmatsstofnun hefur auglýst, eigi að vera staðsett á höfuðborgarsvæðinu."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 330. fundur - 19.08.2015

Afgreiðsla 705. fundar byggðaráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 707. fundur - 27.08.2015

Með tilvísun í bókun 705. fundar byggðarráðs frá 13. ágúst 2015 þar sem byggðarráð samþykkti að taka þátt í samstarfsverkefni mennta- og menningarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli; "Þjóðarsáttmáli um læsi". Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað komu sína þann 1. september 2015 til að undirrita þjóðarsáttmálann um læsi í Árskóla kl. 14:00.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðburðinn.

Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 106. fundur - 08.09.2015

Sviðsstjóri sagði frá aðdraganda að undirritun þjóðarsáttmála um læsi sem menntamálaráðherra hefur sett af stað. Undirritaður hefur verið samningur á milli ráðherra og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um eflingu læsis.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 707. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 106. fundar fræðslunefndar staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.