Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Varmahlíðarskóli - staða húsnæðismála
Málsnúmer 1411114Vakta málsnúmer
2.Beiðni um hjólabrettagarð
Málsnúmer 1508168Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf móttekið 21. ágúst 2015 frá Gunnari Þorleifssyni, Ásgeiri Braga Ægissyni, Óskari Halli Svavarssyni og Auðuni Elí Midfjord Jóhannssyni, 14 ára unglingum sem óska eftir að sveitarfélagið hlutist til með að setja upp hjólabrettagarð á Sauðárkróki fyrir þá sem vilja leika sér á hjólabrettum. Taka þeir fram að engin boðleg aðstaða sé fyrir hendi í dag.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og mælist til þess að nefndin verði í sambandi við bréfritara um hugmyndir þeirra til aðstöðunnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til afgreiðslu félags- og tómstundanefndar og mælist til þess að nefndin verði í sambandi við bréfritara um hugmyndir þeirra til aðstöðunnar.
3.Einimelur 3a - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1501256Vakta málsnúmer
Á 685. fundi byggðarráðs þann 29. janúar 2015 gerði byggðarráð ekki athugasemdir við umsókn Magnúsar Sigmundssonar, kt. 270357-5639, fyrir hönd Hestasports-ævintýraferða ehf., kt. 500594-2769, um rekstrarleyfi fyrir sumarhús félagsins við Varmahlíð að Einimel 3a. Gististaður, flokkur III - sumarhús. Framangreind umsögn var veitt af vangá þar sem engin fasteign er skráð á lóðina Einimelur 3a, landnúmer 220644.
Byggðarráð samþykkir að afturkalla framangreinda rekstrarleyfisumsögn frá 29. janúar 2015.
Byggðarráð samþykkir að afturkalla framangreinda rekstrarleyfisumsögn frá 29. janúar 2015.
4.Innkaupareglur - tillaga um skipun starfshóps
Málsnúmer 1508109Vakta málsnúmer
Í framhaldi af bókun síðasta fundar byggðarráðs (706) frá 20. ágúst 2015 um skipun starfshóps til að vinna að drögum að innkaupareglum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð samþykkir byggðarráð að tilnefna eftirtalin í starfshópinn: Gísla Sigurðsson, Bjarka Tryggvason, Sigurjón Þórðarson og Hildi Þóru Magnúsdóttur.
5.Þjóðarsáttmáli um læsi
Málsnúmer 1507185Vakta málsnúmer
Með tilvísun í bókun 705. fundar byggðarráðs frá 13. ágúst 2015 þar sem byggðarráð samþykkti að taka þátt í samstarfsverkefni mennta- og menningarráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli; "Þjóðarsáttmáli um læsi". Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra hefur boðað komu sína þann 1. september 2015 til að undirrita þjóðarsáttmálann um læsi í Árskóla kl. 14:00.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðburðinn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að undirbúa viðburðinn.
6.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél
Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 19. og 20. funda stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga sem haldnir voru 17. og 27. apríl 2015.
Fundi slitið - kl. 14:24.
Byggðarráð styður ákvörðun og hugmyndafræði fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfsnefndinni um að færa starfsemi leikskólans Birkilundar í húsnæði Varmahlíðarskóla og að nauðsynlegum endurbótum á húsnæði grunnskólans verði sinnt. Byggðarráð ítrekar jafnframt eftirfarandi bókun 29. fundar samstarfsnefndar þann 5. maí 2015 um málið:
"Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samstarfsnefndinni telja mikilvægt að horft sé til framtíðar þegar verið er að meta hvaða leið á að fara varðandi stækkun á rými leikskólans Birkilundar,bæði hvað varðar húsnæði og faglegt starf. Við teljum að með því að færa starfsemi leikskólans Birkilundar í hús grunnskólans skapist tækifæri til að hugsa þessi skólastig sem eina heild og gera ráð fyrir ýmis konar samvinnu og samnýtingu. Aðkallandi er að fara í viðhald á húsnæði grunnskólans í Varmahlíð og með því að horfa til þess að flytja skólastarf leik- grunnskóla í eitt húsnæði náist fram þrír mikilvægir póstar, lausnir varðandi húsnæði fyrir leikskólann, bætt aðstaða fyrir starfsemi grunnskólans og aðkallandi viðhaldi grunnskólans yrði sinnt.
Nú liggja fyrir teikningar sem unnar voru í framhaldi af athugasemdum sem fram hafa komið frá hagsmunaaðilum leik- og grunnskóla í Varmahlíð á fundum. Fulltrúar sveitarfélagsins leggja áherslu á að ákvarðanir um leiðir og framkvæmdir verði teknar sem fyrst og jafnhliða fari fram kynning og undirbúiningur með skólafólki. Einnig verði skoðað hvernig áfangaskipta megi framkvæmdinni.
Gunnsteinn Björnsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir"