Fara í efni

Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2015 - leiðrétting v. launa o.fl.

Málsnúmer 1509011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 708. fundur - 03.09.2015

Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2015 að upphæð 16.710.000 kr. vegna launabreytinga.
Samtals eru þessar launaleiðréttingar að upphæð 68.100.000 kr. Í fjárhagsáætlun ársins var búið að gera ráð fyrir launahækkunum að hluta og er sú upphæð 51.390.000 kr. sem gengur á móti framangreindum launaleiðréttingum. Gera þarf viðauka sem nemur mismuninum, 16.710.000 kr.

Einnig er í þessum viðauka flutt til fjármagn milli málaflokka vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Áætlun ársins 2015 er flutt af málaflokki 08100 og á málaflokk 03220. Samtals 5.508.000 kr.

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 13 "Viðauki 8 við fjárhagsáætlun 2015 - leiðrétting v. launa o.fl." Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Þannig bókað á 708. fundi byggðarráðs þann 3. september 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lagður fram viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2015 að upphæð 16.710.000 kr. vegna launabreytinga.
Samtals eru þessar launaleiðréttingar að upphæð 68.100.000 kr. Í fjárhagsáætlun ársins var búið að gera ráð fyrir launahækkunum að hluta og er sú upphæð 51.390.000 kr. sem gengur á móti framangreindum launaleiðréttingum. Gera þarf viðauka sem nemur mismuninum, 16.710.000 kr.

Einnig er í þessum viðauka flutt til fjármagn milli málaflokka vegna Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Áætlun ársins 2015 er flutt af málaflokki 08100 og á málaflokk 03220. Samtals 5.508.000 kr."

Framlagður viðauki borin upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum á 331. fundi sveitarstjórnar þann 16. september 2015