Fara í efni

Leiðrétting launa vegna breytinga skv. kjarasamningum

Málsnúmer 1509026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 708. fundur - 03.09.2015

Lögð fram tillaga um að breyta launaáætlun ársins 2015 um 16.710.000 kr. til hækkunar. Annars vegar er um að ræða breytingu vegna umsamdrar endurskoðunar og leiðréttingar starfsmats á störfum félagsmanna Öldunnar stéttarfélags og Kjalar frá 1. maí 2014 til 31. desember 2015, samtals 38.000.000 kr. Hins vegar hækkun kennaralauna eftir að vinnumat var samþykkt í maí s.l., samtals 30.100.000 kr. Launabreytingarnar vega þyngst í málaflokki fræðslumála, 48.150 þús.kr., málflokki félagsþjónustu, 10.770 þús.kr og málaflokki æskulýðs- og íþróttamála, 5.600 þús.kr.

Samtals eru þessar launaleiðréttingar að upphæð 68.100.000 kr. Í fjárhagsáætlun ársins var búið að gera ráð fyrir launahækkunum að hluta og er sú upphæð 51.390.000 kr. sem gengur á móti framangreindum launaleiðréttingum. Nettó eru breytingarnar 16.710.000 kr.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 331. fundur - 16.09.2015

Afgreiðsla 708. fundar byggðaráðs staðfest á 331. fundi sveitarstjórnar 16. september 2015 með átta atkvæðum.