Fara í efni

Snjómokstur á Sauðárkróki - útboð 2015 til 2018.

Málsnúmer 1509263

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 113. fundur - 21.09.2015

Lögð voru fyrir fundinn drög að útboðsgögnum vegna snjómokstur á Sauðárkróki fyrir árin 2015 til 2018.
Nefndin leggur til að rætt verði við verktaka um mögulegar breytingar á skipulagi snjómoksturs. Formanni og sviðstjóra falið að boða verktaka á fund.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 332. fundur - 14.10.2015

Afgreiðsla 113. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 332. fundi sveitarstjórnar 14. október 2015 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 115. fundur - 23.11.2015

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Nefndinni voru kynntar niðurstöður útboðs vegna snjómoksturs á Sauðárkróki fyrir árin 2015 til 2018.
Tilboð voru opnuð 13. október sl. Þrjú tilboð bárust í verkið frá Steypustöð Skagafjarðar ehf, Vinnuvélum Símonar ehf. og Vélaþjónustunni Messuholti ehf.
Vinnuvélar Símonar ehf. áttu lægsta tilboð í verkið.
Nefndin samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda á grundvelli tilboðs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 115. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember 2015 með níu atkvæðum.