Fara í efni

Mötuneyti Árskóla - ósk um bætur

Málsnúmer 1510069

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 715. fundur - 29.10.2015

Lagt fram bréf frá Grettistaki Veitingum ehf., dagsett 5. október 2015 þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins óska eftir að skoðað verði að sveitarfélagið komi til móts fyrirtækið vegna tekjumissis þegar skólasetningu Árskóla var seinkað haustið 2013 vegna framkvæmda við skólann og tafa á því að taka skólaeldhúsið í notkun.
Byggðarráð synjar beiðni Grettistaks Veitinga ehf. um bætur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 715. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.