Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

715. fundur 29. október 2015 kl. 09:00 - 10:54 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Beiðni um kaup á búseturétti að Sauðármýri 3

Málsnúmer 1510218Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar, dagsett 26. október 2015 þar sem sveitarfélaginu er boðinn til kaups búseturéttur einnar íbúðar í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna að málinu.

2.Eigendastefna fyrir þjóðlendur - fundarboð 30. okt

Málsnúmer 1510178Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2015 frá forsætisráðuneytinu varðandi boð á samráðsfund um eigendastefnu fyrir þjóðlendur, föstudaginn 30. október 2015. Fundarboðið er sent til sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna staðarmarka og nokkurra aðila sem nýta land og landsréttindi innan þjóðlendna. Viðfangsefni fundarins er það hvaða forsendur gætu legið til grundvallar samþykkt eða synjun forsætisráðherra sem kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. þjóðlendulaganna þegar sveitarstjórn veitir leyfi til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendna. Sveitarfélaginu er boðið að senda einn fulltrúa á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa á fundinn.

3.Landsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 1510166Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), dagsett 6. október 2015, þar sem stjórn sambandsins sækir um stuðning Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2017.
Byggðarráð samþykkir að styðja UMSS til að sækja um að halda Landsmót UMFÍ í Skagafirði árið 2017. Góð reynsla hefur verið af landsmótum í Skagafirði undanfarin ár vegna góðs skipulags en ekki síður vegna góðrar umgjarðar og aðstöðu til svona keppnishalds.

4.Mötuneyti Árskóla - ósk um bætur

Málsnúmer 1510069Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Grettistaki Veitingum ehf., dagsett 5. október 2015 þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins óska eftir að skoðað verði að sveitarfélagið komi til móts fyrirtækið vegna tekjumissis þegar skólasetningu Árskóla var seinkað haustið 2013 vegna framkvæmda við skólann og tafa á því að taka skólaeldhúsið í notkun.
Byggðarráð synjar beiðni Grettistaks Veitinga ehf. um bætur.

5.Samningur um skólamáltíðir í Árskóla - ósk um breytingu

Málsnúmer 1510243Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Grettistaki Veitingum ehf., dagsett 5. október 2015 þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins óska eftir að samningi um skólamáltíðir í Árskóla verði breytt og verð pr. máltíð verði hækkað frá því sem nú er, frá og með 1. janúar 2016.
Byggðarráð vísar erindinu til fræðslunefndar og gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

6.Ósk um viðræður um kaup sveitarfélagsins á fasteignum

Málsnúmer 1510083Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

7.Sóknaráætlun 2015-2019

Málsnúmer 1509340Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dagsett 17. október 2015 varðandi samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019. Í samningnum koma fram grunnframlög frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, samtals að upphæð 61.918.902 krónur með fyrirvara um samþykki fjárlaga. Framlög sveitarfélaga innan SSNV verði 7.419.000 kr.
Byggðarráð staðfestir framangreindan samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra 2015-2019 og vísar honum til staðfestingar sveitarstjórnar.

8.Vinabæjarmót í Skagafirði 2016

Málsnúmer 1510153Vakta málsnúmer

Vinabæjamót í Sveitarfélaginu Skagafirði 31. maí - 1. júní 2016.
Byggðarráð samþykkir að vinabæjamót verði haldið í Sveitarfélaginu Skagafirði dagana 31. maí - 1. júní 2016 og felur sveitarstjóra að senda viðkomandi sveitarfélögum heimboð.

9.Útkomuspá 2015

Málsnúmer 1510091Vakta málsnúmer

Lögð fram útkomuspá fjárhagsársins 2015.

10.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Farið yfir mál vegna fjárhagsáætlunar 2016.

11.Skammtímafjármögnun

Málsnúmer 1510251Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra að taka allt að 50 milljónir króna skammtímalán hjá Íslenskum verðbréfum hf.

12.Ráðgefandi hópur um aðgengismál - fundargerðir

Málsnúmer 1507116Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. fundar ráðgefandi hóps um aðgengismál, þann 14. október 2015.

13.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um breyt. á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.

Málsnúmer 1510144Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. október 2015 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis varðandi frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum (grenndarkynning), 225. mál.

14.Samruni Arion banka og AFLs sparisjóðs

Málsnúmer 1510180Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Arion banka, dagsett 20. október 2015, þar sem tilkynnt er um að samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka hefur gengið formlega í gegn með samþykki Fjármálaeftirlitsins og stjórna bæði Arion banka og AFLs sparisjóðs. Á Sauðárkróki mun Arion banki starfrækja eitt öflugt útibú þar sem starfsemi sparisjóðsins á Sauðárkróki mun sameinast útibúi Arion banka sem fyrir er á staðnum.

Fundi slitið - kl. 10:54.