Skarð vegsvæði 207859 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1510090
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 277. fundur - 21.10.2015
Magnús Björnsson sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framlengingar á grjótvarnargarði sjóvörn norðan ósa Gönguskarðsár. Einnig sótt um leyfi til efnistöku úr Hvalnesnámu 2, áætlað efnismagn er um 4100 m3. Grjótvörnin verður lengd til norðurs um 250 metra frá því sem nú er. Hvalnesnáma 2 er opin náma. Erindinu fylgir loftmynd sem sýnir fyrirhugað efnistökusvæði ásamt gögnum sem gera grein fyrir fyrirhugaðri grjótvörn. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra, Þórs Hjaltalín. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með því við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 277. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.