Skipulags- og byggingarnefnd
Dagskrá
1.Sauðárkrókur 218097 - Sauðármýri 2 - lóðarmál
Málsnúmer 1510131Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að stofna lóðina Sauðármýri 2 á grundvelli fyrirliggjandi gagna sem eru yfirlitsuppdráttur af Ártorgi og tillaga að lóðarblaði dagsett 5.10.2015
2.Hofsós 218098 - Suðurbraut 2,4,6,8 - lóðarmál
Málsnúmer 1510130Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera tillögur að nýjum lóðarmörkum lóðanna og vinna drög að nýjum lóðarleigusamningum fyrir lóðirnar nr 2,4,6 og 8 við Suðurbraut á Hofsósi.
3.Varmahlíð 146131 - Fyrirspurn vegna áforma um viðbyggingu við Hótel Varmahlíð
Málsnúmer 1412052Vakta málsnúmer
Á fundinn kom Svanhildur Pálsdóttir frá Gestagangi ehf til viðræðna við nefndina. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar lóðarhafa, Gestagangi ehf, að vinna á sinn kostnað, nýja tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina og leggja fyrir skipulags- og byggingarnefnd til umfjöllunar.
4.Drekahlíð 4 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1405130Vakta málsnúmer
Farið yfir stöðu mála, málahaldið rætt.
5.Sæmundarhlíð 143826 - Umsókn um breytta aðkomu lóðar og notkun
Málsnúmer 1510129Vakta málsnúmer
Guðmundur Þór Guðmundsson f.h. eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar heimildar fyrir breyttri aðkomu að lóð fyrrum leikskólans við Sæmundarhlíð sem nú er fyrirhugað að hýsi starfsemi Iðjunnar. Á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unnin er af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðingi á Stoð ehf verkfræðistofu er gerð grein fyrir breytingunni. Uppdrátturinn er dagsettur 18. október 2015 og ber heitið Iðja við Sæmundarhlíð - Aðkoma. Erindið samþykkt.
6.Skarð vegsvæði 207859 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1510090Vakta málsnúmer
Magnús Björnsson sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framlengingar á grjótvarnargarði sjóvörn norðan ósa Gönguskarðsár. Einnig sótt um leyfi til efnistöku úr Hvalnesnámu 2, áætlað efnismagn er um 4100 m3. Grjótvörnin verður lengd til norðurs um 250 metra frá því sem nú er. Hvalnesnáma 2 er opin náma. Erindinu fylgir loftmynd sem sýnir fyrirhugað efnistökusvæði ásamt gögnum sem gera grein fyrir fyrirhugaðri grjótvörn. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra, Þórs Hjaltalín. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með því við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi.
7.Helluland land B 212710 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1509105Vakta málsnúmer
Andrés Geir Magnússon kt. 250572-4849, eigandi Hellulands, lands B í Hegranesi landnr. 212710, sækir um leyfi til að skipta 25 ha. spildu úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7746, dagsettur 8. september 2015. Heiti spildunnar á uppdrættinum er Helluland, land B, lóð 2. Erindið samþykkt.
8.Reykir 146213 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1509107Vakta málsnúmer
Elín H. Blöndal Sigurjónsdóttir kt. 130861-4669, eigandi jarðarinnar Reykir í Tungusveit, landnúmer 146213, sækir um leyfi til að skipta 56,0 m² lóð úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Eflu verkfræðistofu af Árna Gunnari Kristjánssyni gerir grein fyrir umbeðinni lóðarstofnun. Númer uppdráttar er 2137-076 01-002-05, dagsettur 15. ágúst 2015. Erindið samþykkt.
9.Fagraland 212709 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1509346Vakta málsnúmer
Jóhann M. Jóhannsson kt. 080568-5929 eigandi jarðarinnar Fagraland í Hegranesi (landnr. 212709), sækir um leyfi til að skipta, 17,44 ha. Landspildu út úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni grein fyrir umbeðnum landskiptum. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 76094, dagsettur 25. september 2015. Erindið samþykkt.
10.Helluland land B lóð 1 - Umsókn um nafnleyfi.
Málsnúmer 1510085Vakta málsnúmer
Pálmi Jónsson kt. 200980-5149 og María Eymundsdóttir kt 040684-2209 eigendur landsins, Helluland land B lóð, landnúmer 223299, sækja til skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um leyfi til að breyta nafni landsins. Sótt er um að nefna landið Hulduland. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið nafnleyfi.
11.Nes (219627) - Umsókn um að fjarlægja mannvirki.
Málsnúmer 1509256Vakta málsnúmer
Caroline Kerstin Mende 140570-2739 eigandi sumarbústaðalandsins Nes, landnúmer 219627, í Hegranesi sækir um leyfi til að fjarlægja frístundahús af landinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að húsið verði fjarlægt af landinu en bendir jafnframt á að flutningurinn er leyfisskyldur af byggingarfulltrúa og sveitarstjórnar þess svæðis sem húsið fer til.
12.Hraun I 146818 Sjóvörn Stakkgarðshólmi
Málsnúmer 1510165Vakta málsnúmer
Tekin fyrir framkvæmdaleyfisumsókn Péturs Sveinbjörnssonar fh Vegagerðarinnar varðandi viðhald og lengingu á sjóvörn við Stakkgarðshólma í landi Hrauna I í Fljótum Meðfylgjandi gögn unnin af Braga Þór Haraldssyni á Stoð ehf verkfræðistofu, dagsett 29 ágúst 2005. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að mæla með því við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi að fenginni umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14:00
Málsnúmer 1509007FVakta málsnúmer
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 14. fundur, haldinn 8. október 2015 lagður fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:45.