Fara í efni

Eigendastefna fyrir þjóðlendur - fundarboð 30. okt

Málsnúmer 1510178

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 715. fundur - 29.10.2015

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. október 2015 frá forsætisráðuneytinu varðandi boð á samráðsfund um eigendastefnu fyrir þjóðlendur, föstudaginn 30. október 2015. Fundarboðið er sent til sveitarfélaga sem hafa þjóðlendur innan sinna staðarmarka og nokkurra aðila sem nýta land og landsréttindi innan þjóðlendna. Viðfangsefni fundarins er það hvaða forsendur gætu legið til grundvallar samþykkt eða synjun forsætisráðherra sem kveðið er á um í 3. mgr. 3. gr. þjóðlendulaganna þegar sveitarstjórn veitir leyfi til nýtingar lands eða landsréttinda innan þjóðlendna. Sveitarfélaginu er boðið að senda einn fulltrúa á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið sendi fulltrúa á fundinn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Afgreiðsla 715. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.