Samruni Arion banka og AFLs sparisjóðs
Málsnúmer 1510180
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 715. fundur - 29.10.2015
Lagt fram til kynningar bréf frá Arion banka, dagsett 20. október 2015, þar sem tilkynnt er um að samruni AFLs sparisjóðs og Arion banka hefur gengið formlega í gegn með samþykki Fjármálaeftirlitsins og stjórna bæði Arion banka og AFLs sparisjóðs. Á Sauðárkróki mun Arion banki starfrækja eitt öflugt útibú þar sem starfsemi sparisjóðsins á Sauðárkróki mun sameinast útibúi Arion banka sem fyrir er á staðnum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015
Afgreiðsla 715. fundar byggðaráðs staðfest á 333. fundi sveitarstjórnar 11. nóvember 2015 með átta atkvæðum.