Fara í efni

Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2015 - Kaup á búseturétti í Sauðármýri 3

Málsnúmer 1511018

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 716. fundur - 05.11.2015

Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingarliður Félagsíbúða Skagafjarðar hækki um 2.115.000 kr. vegna kaupa á búseturétti í Sauðármýri 3. Fjármögnuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 14 "Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2015 - Kaup á búseturétti í Sauðármýri 3". Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 333. fundur - 11.11.2015

Þannig bókað á 716. fundi byggðarráðs, 5. nóvember 2015 og vísað til samþykktar í sveitarstjórn.

"Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingarliður Félagsíbúða Skagafjarðar hækki um 2.115.000 kr. vegna kaupa á búseturétti í Sauðármýri 3. Fjármögnuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka."

Framangreindur viðauki borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með átta atkvæðum.