Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Rætur bs. samþykktir og þjónustusamningur
Málsnúmer 1511017Vakta málsnúmer
2.Málmey landnr. 146560 - afnota- og leigusamningur
Málsnúmer 1510022Vakta málsnúmer
Lagður fram afnota- og leigusamningur milli Vita- og hafnamálastofnunar og Hofshrepps frá 25. ágúst 1994.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við ríkissjóð að fá Málmey á Skagafirði keypta.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fara þess á leit við ríkissjóð að fá Málmey á Skagafirði keypta.
3.Kvistahlíð 13 - sala
Málsnúmer 1511019Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að fasteignin Kvistahlíð 13, Sauðárkróki (213-1948) verði sett á söluskrá og seld. Sala félagslegra fasteigna er innan heimildar fjárhagsáætlunar 2015.
4.Viðauki 10 við fjárhagsáætlun 2015 - Kaup á búseturétti í Sauðármýri 3
Málsnúmer 1511018Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki nr. 10 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingarliður Félagsíbúða Skagafjarðar hækki um 2.115.000 kr. vegna kaupa á búseturétti í Sauðármýri 3. Fjármögnuninni verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.
5.Búseturéttur - Sauðármýri 3
Málsnúmer 1510218Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar dagsett 26. október 2015 þar sem félagið býður sveitarfélaginu til kaups búseturétt að íbúð nr. 204 (227-2388) í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að kaupa búseturétt í íbúð nr. 204 í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3 (227-2388).
Byggðarráð samþykkir að kaupa búseturétt í íbúð nr. 204 í fjölbýlishúsinu Sauðármýri 3 (227-2388).
6.Útsvarshlutfall 2016
Málsnúmer 1511021Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að útsvarshlutfall í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2016 verði óbreytt frá árinu 2015, þ.e. 14,52%.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Rekstrarupplýsingar 2015
Málsnúmer 1504095Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins fyrir tímabilið janúar - september 2015.
8.Rætur b.s. - málefni fatlaðra 2015
Málsnúmer 1501005Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir stjórnar Róta bs.: 19. fundur - 8. september 2015, 20. fundur - 17. september, 21. fundur - 23. september og 22. fundur - 6. október 2015.
Fundi slitið - kl. 10:02.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samþykktir og þjónustusamning vegna Róta bs. og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.