Fara í efni

Tillaga um stofnun sameignlegs félags á sviði úrgangsmála á Norðurlandi

Málsnúmer 1511037

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 723. fundur - 10.12.2015

Lagt fram bréf dagsett 6. nóvember 2015 frá Flokkun Eyjafjörður ehf. þar sem stjórn félagsins óskar svara um hvort sveitarfélagið sé hlynnt því að stofnað verði byggðasamlag eða félag með öllum sveitarfélögum á Norðurlandi í kjölfar nýrrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Tilgangur félagsins yrði að halda utan um úrgangsmál á svæðinu og fylgja svæðisáætlun eftir.
Byggðarráð vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 723. fundar byggðaráðs staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.