Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

723. fundur 10. desember 2015 kl. 09:00 - 11:14 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt í upphafi fundar að taka mál nr. 1512074 og nr. 1509110 á dagskrá með afbrigðum.

1.Tillaga um stofnun sameignlegs félags á sviði úrgangsmála á Norðurlandi

Málsnúmer 1511037Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. nóvember 2015 frá Flokkun Eyjafjörður ehf. þar sem stjórn félagsins óskar svara um hvort sveitarfélagið sé hlynnt því að stofnað verði byggðasamlag eða félag með öllum sveitarfélögum á Norðurlandi í kjölfar nýrrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi. Tilgangur félagsins yrði að halda utan um úrgangsmál á svæðinu og fylgja svæðisáætlun eftir.
Byggðarráð vill koma því á framfæri að Sveitarfélagið Skagafjörður er nú þegar í byggðasamlagi um urðun úrgangs og hefur öfluga flokkunarstöð staðsetta á Sauðárkróki. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur verið leiðandi á sviði úrgangsmála og leggur áherslu á að halda þeirri stöðu. Að svo komnu máli sér sveitarfélagið ekki ástæðu til að útvíkka samstarf á sviði sorpmála á Norðurlandi.

2.Rætur bs. - aðalfundur 2015

Málsnúmer 1509106Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður og ósamþykktur ársreikningur Róta bs. fyrir árið 2014 sem er á dagskrá aðalfundar byggðasamlagsins 16. desember 2015.

3.Aðalfundur Róta bs - breyting á skipan varafulltrúa

Málsnúmer 1512074Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um breytingu á skipan fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar á aðalfund Róta bs.

Varafulltrúar til viðbótar við þá sem áður hafa verið skipaðir:
Gunnar M. Sandholt, Björg Baldursdóttir og Guðný Axelsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

4.Náttúrustofa - v. 2013 og 2014

Málsnúmer 1512067Vakta málsnúmer

Bjarni Jónsson starfsmaður Náttúrustofu Norðurlands vestra fór yfir drög að ársreikningum 2013 og 2014 fyrir stofnunina og endurreisn starfsemi hennar.

5.Rotþró við Ströngukvíslarskála

Málsnúmer 1509110Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn fulltrúar Húnavatnshrepps, Þorleifur Ingvarsson og Einar Kristján Jónsson til viðræðu um viðhaldskostnað Ströngukvíslarskála og Galtarárskála á Eyvindarstaðaheiði svo og rekstur þeirra. Húnavatnshreppur á 5/17 hluta í skálunum en Sveitarfélagið Skagafjörður 12/17 hluta.
Samþykkt að koma á fundi með stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. og fulltrúum sveitarfélaganna til að ræða eignarhald og rekstur skálanna til framtíðar.

6.Skjólgarður fyrir smábátahöfn

Málsnúmer 1505065Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar teikning að skjólgarði við smábátahöfnina á Sauðárkróki, sem liggja á að mestu eins og flotbryggjan fyrir stærri báta. Garðurinn verður gerður á árinu 2016.

7.Niðurstaða endurmats vegna yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk

Málsnúmer 1512026Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsettur 9. desember 2015 um umræðu- og upplýsingafund um niðurstöður endurmats vegna yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk. Fundurinn verður haldinn 16. desember 2015 á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

8.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerð 23. ársþings SSNV frá 16. október 2015 lögð fram til kynningar á 723. fundi byggðarráðs 9. desember 2015.

Fundi slitið - kl. 11:14.