Fara í efni

Fyrirspurn um land undir hjólhýsastæði í Varmahlíð

Málsnúmer 1511049

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 2. fundur - 02.07.2015

Borist hefur bréf frá Stefaníu Finnbogadóttur og Guðmundi Magnússyni í Varmahlíð, dagsett 1. júlí 2015 þar sem spurt er um land undir hjólhýsastæði í Varmahlið. Spurt er um möguleika á langtímaleigu og aðstöðu fyrir hjólhýsi.

Nefndin ákveður að kanna þetta erindi af kostgæfni í samráði við skipulags- og bygginarnefnd og atvinnu- menningar- og kynningarnefnd. Formanni falið að kynna erindið og fá álit innan stjórnsýslunnar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 27. fundur - 17.11.2015

Lögð fram fyrirspurn frá Varmahlíðarstjórn um land undir fastastæði fyrir hjólhýsi í Varmahlíð. Formaður Varmahlíðarstjórnar kom til fundar og kynnti málið fyrir nefndarmönnum. Nefndin felur starfsmönnum að kanna kostnað við slíka uppbyggingu en mun ekki leggja til að fjármagn til slíkrar uppbyggingar fari inn á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 334. fundur - 09.12.2015

Afgreiðsla 27. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 334. fundi sveitarstjórnar 9. desember með níu atkvæðum.