Fara í efni

Matsgerð vegna afnotagjalds hitaveitna

Málsnúmer 1512048

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 22. fundur - 11.12.2015

Lagður var fyrir nefndina tölvupóstur frá Orkuveitu Húsavíkur þar sem Skagafjarðarveitum er boðin til kaups matsgerð sem unnin var fyrir Orkuveitu Húsavíkur vegna afnotagjalda fyrir hitaveituauðlindir. Í matsgerðinni er m.a. ítarleg greining á virði afnotaréttinda fyrir heitt vatn á Íslandi þar sem stuðst var við gögn frá mörgum hitaveitum víðsvegar um landið.
Með kaupum á matsgerðinni geta aðrar veitur notið góðs af þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeirri úrvinnslu upplýsinga sem þar er gerð yfir verð afnotaréttar af heitu vatni á Íslandi.
Veitunefnd samþykkir kaup á matsgerðinni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016

Afgreiðsla 22. fundar veitunefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.