Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

22. fundur 11. desember 2015 kl. 14:00 - 15:30 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Helgi Þór Thorarensen ritari
  • Úlfar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
  • Árni Egilsson
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Matsgerð vegna afnotagjalds hitaveitna

Málsnúmer 1512048Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir nefndina tölvupóstur frá Orkuveitu Húsavíkur þar sem Skagafjarðarveitum er boðin til kaups matsgerð sem unnin var fyrir Orkuveitu Húsavíkur vegna afnotagjalda fyrir hitaveituauðlindir. Í matsgerðinni er m.a. ítarleg greining á virði afnotaréttinda fyrir heitt vatn á Íslandi þar sem stuðst var við gögn frá mörgum hitaveitum víðsvegar um landið.
Með kaupum á matsgerðinni geta aðrar veitur notið góðs af þeim upplýsingum sem þar koma fram og þeirri úrvinnslu upplýsinga sem þar er gerð yfir verð afnotaréttar af heitu vatni á Íslandi.
Veitunefnd samþykkir kaup á matsgerðinni.

2.Beiðni um kynningarfund vegna hitaveitu í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.

Málsnúmer 1512053Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir nefndina erindi frá Rúnari Gunnarssyni á Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi hinum forna.
Í erindinu er óskað eftir að haldinn verði kynningarfundur vegna fyrirhugaðra hitaveituframkvæmda á svæðinu. Óskir um slíkan fund hafa borist frá fleiri íbúum svæðisins með óformlegum hætti.
Veitunefnd samþykkir að haldin verði fundur þegar ítarlegri gögn um framkvæmdina liggja fyrir á fyrri hluta næsta árs.

3.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu hitaveituframkvæmda í Fljótum.
Verktaki lauk framkvæmdum við 1. áfanga í lok nóvember og hyggst hefja vinnu við 2. áfanga næsta vor.
Búið er að tengja tvo notendur við veituna og munu fleiri notendur bætast við á næstu dögum og vikum.
Borverktaki hefur nú borað niður á 100m dýpi í nýrri borholu við Langhús. Áætlað er að bora niður á um 200m dýpi og mun borverktaki ljúka við borun holunnar um leið og veður leyfir í vor.

4.Vatnsveita á Steinsstöðum - erindi frá Friðriki Rúnari Friðrikssyni

Málsnúmer 1503103Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn kostnaðaráætlun ásamt teikningu frá Verkfræðistofunni Stoð ehf. vegna mögulegrar tengingar húsa í Steinstaðabyggð við veitukerfi Skagafjarðarveitna. Um er að ræða tengingar á köldu vatni fyrir alls 13 hús á svæðinu.
Samkvæmt drögum að hönnun er um að ræða um 750m vatnslögn með lágmarksstærð 90mm.
Gert er ráð fyrir tveimur brunahönum á svæðinu.
Sviðsstjóra falið að vinna að frekari kostnaðargreiningu.

5.Skagafjarðarveitur - veittir afslættir 2015

Málsnúmer 1512052Vakta málsnúmer

Lagt var fyrir fundinn yfirlit yfir veitta afslætti á heitu og köldu vatni.

Helgi Thorarensen og Úlfar Sveinsson óska bókað;
"Veitunefnd samþykkti á fundi 15. júní 2015 breytingar á gjaldskrá þar sem stærri notendum og nýsköpunarfyrirtækjum er boðið að sækja um allt að 70% afslátt af heitu vatni sé nægilegt vatn og flutningsgeta til staðar. Augljóslega getur þetta ákvæði verið nýjum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Hins vegar er mikilvægt að setja skýran ramma um hvernig þessi afsláttarkjör eru veitt og að allt umsóknarferlið sé gagnsætt. Veitunefnd hlýtur að þurfa að fjalla um hverja umsókn og upplýsingar um afslætti verða að vera aðgengilegar öðrum notendum. Þess vegna leggja undirritaðir til, að veitunefnd setji sér reglur um meðferð og ákvarðanatöku varðandi umsóknir um afslátt af gjaldskrá til fyrirtækja."


"Undirritaður bókar að allir þessir afslættir eru samkvæmt gjaldskrá eða hafa verið samþykktir af veitunefnd sveitarfélagsins."
Gísli Sigurðsson.

Fundi slitið - kl. 15:30.