Skagafjarðarveitur - veittir afslættir 2015
Málsnúmer 1512052
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 335. fundur - 20.01.2016
Gréta Sjöfn Guðmudsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.
Undirrituð leggja til, að veitunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar setji sér vinnureglur um meðferð og ákvarðanatöku varðandi umsóknir um afslátt af gjaldskrá til fyrirtækja.
Greinargerð:
Veitunefnd samþykkti á fundi 15. júní 2015 sem staðfest var af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjrðar 24.júní 2015, breytingar á gjaldskrá þar sem stærri notendum og nýsköpunarfyrirtækjum er boðið að sækja um allt að 70% afslátt af heitu vatni sé nægilegt vatn og flutningsgeta til staðar. Augljóslega getur þetta ákvæði verið nýjum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Hins vegar er mikilvægt að setja skýran ramma um hvernig þessi afsláttarkjör eru veitt og að allt umsóknarferlið sé gagnsætt. Mikilvægt er að veitunefnd fjalli um hverja umsókn og upplýsingar um afslætti verða að vera aðgengilegar öðrum notendum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra.
Þá tóku til máls, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi 2. varaforseta, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu og var hún felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Rétt er að árétta það að verklag sveitarfélagsins varðandi afsláttarkjör sem kveðið er á um í gjaldskrám hefur ekkert breyst frá því sem verið hefur á undaförnum árum. Umsókn um afslátt er send til sveitarfélagsins og falli umsóknin undir þann ramma sem settur er í gjaldskrá hverju sinni er afsláttur veittur samkvæmt samþykktum.
Sú gjaldskrá sem hér um ræðir var samþykkt í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. júní 2015 mótatkvæðalaust
Bjarni Jónsson tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Afgreiðsla 22. fundar veitunefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
Undirrituð leggja til, að veitunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar setji sér vinnureglur um meðferð og ákvarðanatöku varðandi umsóknir um afslátt af gjaldskrá til fyrirtækja.
Greinargerð:
Veitunefnd samþykkti á fundi 15. júní 2015 sem staðfest var af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjrðar 24.júní 2015, breytingar á gjaldskrá þar sem stærri notendum og nýsköpunarfyrirtækjum er boðið að sækja um allt að 70% afslátt af heitu vatni sé nægilegt vatn og flutningsgeta til staðar. Augljóslega getur þetta ákvæði verið nýjum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Hins vegar er mikilvægt að setja skýran ramma um hvernig þessi afsláttarkjör eru veitt og að allt umsóknarferlið sé gagnsætt. Mikilvægt er að veitunefnd fjalli um hverja umsókn og upplýsingar um afslætti verða að vera aðgengilegar öðrum notendum.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, oddviti Skagafjarðarlista.
Bjarni Jónsson, oddviti VG og óháðra.
Þá tóku til máls, Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson, Sigríður Svavarsdóttir með leyfi 2. varaforseta, Viggó Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjóri Ásta Björg Pálmadóttir, Bjarni Jónsson og Ásta Björg Pálmadóttir.
Framlögð tillaga borin upp til afgreiðslu og var hún felld með sjö atkvæðum gegn tveimur.
Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Rétt er að árétta það að verklag sveitarfélagsins varðandi afsláttarkjör sem kveðið er á um í gjaldskrám hefur ekkert breyst frá því sem verið hefur á undaförnum árum. Umsókn um afslátt er send til sveitarfélagsins og falli umsóknin undir þann ramma sem settur er í gjaldskrá hverju sinni er afsláttur veittur samkvæmt samþykktum.
Sú gjaldskrá sem hér um ræðir var samþykkt í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 24. júní 2015 mótatkvæðalaust
Bjarni Jónsson tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson.
Afgreiðsla 22. fundar veitunefndar staðfest á 335. fundi sveitarstjórnar 20. janúar 2016 með níu atkvæðum.
Helgi Thorarensen og Úlfar Sveinsson óska bókað;
"Veitunefnd samþykkti á fundi 15. júní 2015 breytingar á gjaldskrá þar sem stærri notendum og nýsköpunarfyrirtækjum er boðið að sækja um allt að 70% afslátt af heitu vatni sé nægilegt vatn og flutningsgeta til staðar. Augljóslega getur þetta ákvæði verið nýjum fyrirtækjum mikil lyftistöng. Hins vegar er mikilvægt að setja skýran ramma um hvernig þessi afsláttarkjör eru veitt og að allt umsóknarferlið sé gagnsætt. Veitunefnd hlýtur að þurfa að fjalla um hverja umsókn og upplýsingar um afslætti verða að vera aðgengilegar öðrum notendum. Þess vegna leggja undirritaðir til, að veitunefnd setji sér reglur um meðferð og ákvarðanatöku varðandi umsóknir um afslátt af gjaldskrá til fyrirtækja."
"Undirritaður bókar að allir þessir afslættir eru samkvæmt gjaldskrá eða hafa verið samþykktir af veitunefnd sveitarfélagsins."
Gísli Sigurðsson.