Fara í efni

Styrkbeiðni vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi

Málsnúmer 1602044

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 30. fundur - 12.02.2016

Tekið fyrir erindi frá félagsskapnum Pilsaþyt þar sem óskað er eftir styrk til að standa straum af húsaleigu vegna námskeiðs í þjóðbúningasaumi sem fram fer á tímabilinu janúar til maí 2016.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og samþykkir að styrkja Pilsaþyt um kr. 50.000,- sem tekinn verður af lið 05890.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 337. fundur - 17.02.2016

Afgreiðsla 30. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 337. fundi sveitarstjórnar 17. febrúar 2016 með níu atkvæðum.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 1. fundur - 18.05.2016

Lesið bréf frá Pilsaþyt dagsett 18. maí 2016. Þar er óskað eftir styrk vegna þjóðbúningagerðar. Markmið félagsins er að efla notkun íslenska þjóðbúningsins.
Varmahlíðarstjórn hafnar þessari styrkumsókn.