Fara í efni

Æfingaaðstaða júdódeildar Umf. Tindastóls

Málsnúmer 1603005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 733. fundur - 11.03.2016

Lagt fram bréf dagsett 29. febrúar 2016 frá júdódeild Ungmennafélagsins Tindastóls varðandi sölu gamla barnaskólans við Freyjugötu og æfingaaðstöðu deildarinnar í íþróttasal skólans.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og tekur undir að mikilvægt sé að áframhald verði á því góða starfi sem júdódeildin heldur úti. Byggðarráð mun upplýsa deildina frekar þegar línur eru farnar að skýrast með sölu fasteignarinnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 338. fundur - 16.03.2016

Afgreiðsla 733. fundar byggðarráðs staðfest á 338. fundi sveitarstjórnar 16. mars 2016 með níu atkvæðum.